Var forysta Geirs

Var forysta Geirs sem hann veitti þjóðinni á umbrotatíma þökkuð sem skyldi ?  Er það að verðleikum að láta Steingrím Jóhann með brostnu hjarta og náhirð

Fréttir

Var forysta Geirs

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson
sem hann veitti þjóðinni á umbrotatíma þökkuð sem skyldi ?  Er það að verðleikum að láta Steingrím Jóhann með brostnu hjarta og náhirð Alþýðulýðveldisins draga Geir  fyrir Landsdóm?  Landsdóm sem virðist vera illa starfhæfur og ekki einu sinni skipaður flekklausu fólki.

Geir H. Haarde hafði forgöngu um setningu neyðarlaganna.  Þau björguðu landinu frá írsku leiðinni sem nú er til samanburðar við Ísland. Neyðarlögin komu í veg fyrir það að gjaldeyrisforða landsins væri kastað á skuldabál bankanna.  Þau tryggðu innistæður fólksins og létu þær njóta forgangs  fram fyrir erlenda banka og vogunarsjóði.  Geir H. Haarde kom í veg fyrir að hrunið yrði miklu verra en það þó varð. 

Geir H. Haarde gerði sitt besta og ríkisstjórn hans gerði rétt í erfiðri stöðu. Um það eru erlendir hagfræðingar nú sammála í flestum virtustu ritum heimsins.   Þó að stjórn hans hefði hugsanlega getað gert eitthvað betur fyrr þá er langur vegur til þess að forsætisráðherrann hafi framið vísvitandi glæpi gegn þjóðinni.  Kommarnir í báðum stjórnarflokkunum með dyggum stuðningi Baugspressunnar, hafa skipulega rægt Geir H. Haarde og allan Sjálfstæðisflokkinn í 80 ár síðan  þessir atburðir urðu.  Tuggnir hafa verið  í síbylju ómerkilegir aulabrandarar um manninn sem stóð þjáður í brúnni í gegnum mesta brotsjó sem á lýðveldinu hefur brostið. 

Nú þykist núverandi  forsætisráðherra  á sinn  forstokkaða hátt helst ekki hafa verið í stjórninni með Geir á þessum tíma.   En þar sat hún eins og í öðrum ríkisstjórnum aðgerðalítil nema til að garga á samráðherrana ef marka má samtímalýsingar á henni.   Áratuga ráðherramennska Jóhönnu Sigurðardóttur gerir hana auðvitað fyllilega meðábyrga í öllu sem vel og illa fór hjá ríkisstjórnum hennar í langan tíma til þessa dags.  Það er ekki mjög stórmannlegt núna að kenna öllum öðrum það sem miður fór en þakka sjálfum sér allt sem tókst.   En um það er tómt mál að tala við sumt fólk, það getur einfaldlega ekki betur.  

Nú er Geir H.Haarde  lögsóttur fyrir það að Lehman- bræður féllu, heimskreppan skall á  og loftbólubankarnir okkar hrundu eftir að glæpamenn  höfðu rænt þá innanfrá. Kaldhæðnin er að Þeir ganga allir lausir en Geir bíður réttarhalda. Ætli það séu margir Íslendingar sem telja sér sóma að þessu framferði?

Það hefur verið ómaklega að Geir H. Haarde vegið og honum ætti fremur að þakka það sem vel  tókst heldur en að hrekja hann með þessum hætti.   Málshöfðunin gegn honum fyrir Landsdómi er  svívirða sem  undirmálsþingmenn og illgjarnir á Alþingi Íslendinga hafa komið til leiðar.

 Megi þeirra skömm lengi uppi vera.  Geir H. Haarde verður þakkað þegar þeir verða gleymdir.

 


Athugasemdir

06.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst