Vegagjöld í stað olíu- og bensínskatta

Vegagjöld í stað olíu- og bensínskatta Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er enn farinn að ámálga vegagjöld sem viðbótarskattheimtu af

Fréttir

Vegagjöld í stað olíu- og bensínskatta

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er enn farinn að ámálga vegagjöld sem viðbótarskattheimtu af bíleigendum til að fjármagna vegaframkvæmdir, þó nú þegar séu innheimt vegagjöld í olíu- og benslínverði, ásamt ýmsum öðrum sköttum og gjöldum.

Fyrir skömmu voru Ögmundi afhentar undirskriftir rúmlega fjörutíuþúsund manns, sem mótmæltu öllum hugmyndum ráðherrans um auknar skattaálögur á bifreiðaeigendur, en eins og við var að búast af ráherra í núverandi ríkisstjórn, þá ætlar Ögmundur greinilega ekki að taka mark á vilja almennings í landinu, heldur þjösnast áfram með hverja viðbótarskattheimtuna á fætur annarri.

Einu rökin sem réttlæta veggjöld, er sú að með því móti væri hægt að láta alla bifreiðaeigendur greiða sama gjald fyrir notkun veganna, burtséð frá því hvaða orka knýr bifreiðina áfram á ferðum hennar um vegina, hvort sem það er olía, bensín, metan, rafmagn eða hvaða annar orkugjafi sem er.

Þannig gætu veggjöld stuðlað að jafræði milli bifreiðaeigenda og hver þeirra tæki þátt í kosnaði vegna þjóðveganna í samræmi við notkun sína af þeim, en algert skilyrði fyrir slíkri breytingu á veggjöldum yrði að vera, að vegaskattar yrðu þá felldir út úr olíu- og bensínverði og útsöluverð þess lækkaði til samræmis.

Þannig kæmu þessir nýju skattar í stað annarra sem féllu niður, en ekki sem viðbót við annað skattahækkanabrjálæði sem á þjóðinni hefur dunið undanfarin tvö ár.


Athugasemdir

06.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst