Vonbrigði

Vonbrigði fólks með Lífeyrissjóðakerfið eru mikil. Fólkið var á sínum tíma skikkað inn í kerfi sem það hafði enga aðkomu að nema mjög óbeint. Til

Fréttir

Vonbrigði

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

fólks með Lífeyrissjóðakerfið eru mikil. Fólkið var á sínum tíma skikkað inn í kerfi sem það hafði enga aðkomu að nema mjög óbeint. Til varð stétt pólitískt kjörinna sjóðstjóra sem áttu að tryggja 3.5 % lágmarksávöxtun.

Alir vita að ekkert gekk eftir og sumir sjóðir hafa glatað helmingi eigna sinna. Allir pólitískir skuggabaldrar eru á höttunum eftir að stela restinni í formi fjárfestinga í hinum ýmsu hugðarefnum sínum. Lífeysissjóðirnir komi að þessu eða hinu. Helst öllu nema að greiða lífeyri.

Í Viðskiptablaðinu stendur:

"..Þá er ljóst að lífeyrisréttindi hvers og eins eru ekki trygg og á valdi stjórnmálamanna að íhlutast um ýmislegt sem þeim tengjast. Hins vegar töldu flestir að svokallaður séreignarsparnaður væri nánast að fullu eign hvers og eins. Það kerfi byggir meira á fyrirhyggju en forræðishyggju þar sem launafólk hefur val um greiðslu í séreignarsjóð og um þá peninga gilda aðrar reglur hvað varðar útgreiðslu og erfðir.

Þegar Helgi Hjörvar fór að tala um skattlagningu á séreignarsparnað áttar fólk sig endanlega á því hversu berskjaldaður sparnaður þess er fyrir afskiptum stjórnmálamanna. Þeir eru tilbúnir að fórna langtímahagsmunum fyrir skammtímahagsmuni eignafólks sem skuldar fasteignalán. Hægt er að breyta leikreglum eftirá – jafnvel með einu pennastriki. Engin trygging er fyrir því að þeir sem greiða skatt núna af inngreiðslum viðbótarlífeyrissparnaðar þurfi ekki líka að gera það þegar lífeyririnn er greiddur út....."

Brennt félagsfólk í Lífeyrissjóðunum á að fá valrétt til þess að láta greiða inn fyrir sig á bundna reikninga í Seðlabanka á nafni hvers og eins, sem ekki vill taka þátt í þessu lánlausa braski misvitra sjóðastjóra með lífeyrinn. Ég hef ekki þörf fyrir að sækja einhvern gamlan kommúnista til Austfjarða til að braska með minn lífeyrir í einhverjum sérstökum sjóðum, hugsanlega að undirlagi Steingríms J. og VG sem ég hef ekki valið að taka þátt í.

Valrétt í stað vonbrigða.

Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst