Rauðka og Siglufjörður kynnt á ferðasýningu í Osló

Rauðka og Siglufjörður kynnt á ferðasýningu í Osló Dagana 11. - 13. janúar var haldin stór ferðasýning í Osló með fjölda aðila bæði frá Noregi og öðrum

Fréttir

Rauðka og Siglufjörður kynnt á ferðasýningu í Osló

Dagana 11. - 13. janúar var haldin stór ferðasýning í Osló með fjölda aðila bæði frá Noregi og öðrum löndum. Ferðasýningin nefnist Reiselivsmessen í Osló og var haldin annað árið í röð í Telenor Arena höllinni sem er sú sama og hýsti Eurovisionkeppnina.

Ísland var þar ágætlega kynnt með nokkrum básum en Rauðka var þar á bás með þremur ferðaþjónustufyrirtækjum, Trex - Hópferðamistöðinni , Sögukortum og Islandspesialisten.

Ferðasýningin er einkum ætluð almenningi og var vel sótt en þangað komu um 45.000 manns þá þrjá daga sem sýningin var opin. Rauðka kynnti starfsemi sýna og Siglufjörð með bæklingum og plakötum. Þá var á básnum getraun þar sem gestir voru m.a. spurðir að því hvar á Íslandi „norska“ síldarbæinn Siglufjörð væri að finna sem reyndist ekki alveg einfalt fyrir marga, en margir af eldri gestunum voru þó ekki í vandræðum með svarið.

Mjög mikill áhugi er á meðal Norðmanna á Íslandsferðum og vonandi skila margir þeirra sér til Siglufjarðar á næstu misserum.



Athugasemdir

29.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst