Rauðka og Co kaupa Egilssíld

Rauðka og Co kaupa Egilssíld Sigríður María Róbertsdóttir framkvæmdastjóri Selvíkur ehf., systurfélags Rauðku ehf., og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir fyrir

Fréttir

Rauðka og Co kaupa Egilssíld

Sigríður María og Sigríður Eddý við Egilssíld
Sigríður María og Sigríður Eddý við Egilssíld
Sigríður María Róbertsdóttir framkvæmdastjóri Selvíkur ehf., systurfélags Rauðku ehf., og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir fyrir hönd Egilssíldar ehf. skrifuðu í dag undir kaupsamning þar sem Selvík kaupir öll tæki og fasteign Egilssíldar. Þá hefur Selvík einnig forkaupsrétt á rekstri fyrirtækisins næstu átta mánuði.




Egilssíld sem stofnað var árið 1940 hefur í áratugi verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hefur fyrirtækið í gegnum tíðina unnið til margra verðlauna fyrir afurðir sínar. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í vinnslu á reyktum og gröfnum laxi og reyktri síld fyrir innanlandsmarkað.

Kaup Selvíkur á eignum Egilssíldar er einn liður Rauðku í að laga umhverfið að ferðamannastefnu fyrirtækisins en eins og fólki er nú kunnugt hefur Rauðka lagt mikinn metnað í uppbyggingu á svæðinu við smábátahöfnina á Siglufirði.

Athugasemdir

16.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst