Ekki er nóg að hafa evru sem gjaldmiðil

Ekki er nóg að hafa evru sem gjaldmiðil Það hjálpar Írum ekki að hafa evru núna, þvert á móti Það sem fer fram innan í sjálfum hagkerfunum er hins

Fréttir

Ekki er nóg að hafa evru sem gjaldmiðil

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Það hjálpar Írum ekki að hafa evru núna, þvert á móti

Það sem fer fram innan í sjálfum hagkerfunum er hins vegar miklu og óendanlega mikilvægara en sjálf spurningin um hvaða mynt sé notuð innvortis í hagkerfinu

Þetta vita Írar mjög vel núna, því þeir eru nefnilega fastir um alla eilífð inni í sameiginlegum seðlabanka Þýskalands og Frakklands - og með alltof fáar evrur í rassvasanum. Þeir geta því miður ekki prentað fleiri svona evrur til að hafa í vösunum. Þeir hafa ekki lengur neinar peningaprentvélar, þeir meiga heldur ekki skaffa sér neinar peningaprentvélar. Þeir meiga ekki neitt. En þeir hafa jafnvel ennþá færri fjárfesta sem vilja snerta á þeim fasteignum sem eru til sölu í landinu þeirra

Til þess að lokka fjárfesta til að festa fé sitt í húsnæði á Írlandi núna, þurfa annað hvort sjálf verð fasteigna að falla um helming, eða þá að húsaleigan sem þeir innheimta af leigutökum þarf að tvöfaldast - og þá í þessum evrum talið. Hvort er líklegra að muni gerast í 6,5% verðhjöðnun, 13% atvinnuleysinu og hrikalegum samdrætti landsframleiðslu á Írlandi núna? Er líklegt að laun hækki svo mikið á Írlandi núna að hægt sé að innheimta tvöfalt hærri húsaleigu af leigutökum? Að kaupmáttur Íra aukist svona mikið í hruninu?

Er hitt ekki frekar líklegra? Að það séu verð fasteigna sem þurfi að falla um helming svo fólk hafi efni á að greiða þá leigu sem fjárfestar þurfa að fá inn svo leigutekjur geti staðið undir fjárfestingum þeirra í þessu sama húsnæði? Independent

Brennuvargurinn á Írlandi: Seðlabanki Evrópusambandsins

Hvaða seðlabanki skyldi það nú hafa verið sem bjó til farveginn fyrir þá fasteignabólu sem myndaðist á Írlandi á undanförnum árum? Var það kannski seðlabanki Írlands? Eða var það sjálfur seðlabanki Evrópusambandsins (himnabankinn) sem bólugróf efnahag Íra með neikvæðum raun-stýrivöxtum í mörg ár? | Hugleiðing um raun-stýrivexti 

Millibankamarkaður evrusvæðis hefur ekki virkað á neinum tíma frá því kreppan hófst 

 

Miguel Angel Fernandez Ordonez formaður seðlabanka Spánar, þann 28. nóvember 2009 

 


Athugasemdir

17.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst