Evrusvæðið er nú hinn fárveiki maður heimsins. Vekið forsetann!

Evrusvæðið er nú hinn fárveiki maður heimsins. Vekið forsetann! Hefur seðlabanki ESB og myntbandalagið málað sig út í horn? Evrusvæðið er nú hinn

Fréttir

Evrusvæðið er nú hinn fárveiki maður heimsins. Vekið forsetann!

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson
Hefur seðlabanki ESB og myntbandalagið málað sig út í horn?
Evrusvæðið er nú hinn veiki maður heimsins (e. the sick man of the World). Fleiri og fleiri óhagstæð atriði safnast saman. Vandamál myntbandalagsins hófust þegar það var stofnað.
 Það var stofnað af pólitískum ástæðum, það var fyrsta vandamál þess. Eftir stofnunina dulbjóst myntbandalagið og hóf störf sín sem efnahagslegt fyrirbæri. Árin frá 1999 til 2008 voru notuð til að smíða eitt stærsta
Vekið forsetann, segir Simon Johnson 
Ekkert minna stendur á borðinu en líklegt hrun evrusvæðis. Jafnvel mér sjálfum hafði ekki tekist að ímynda mér að málin stæðu eins illa og þau greinilega gera. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um það sem færustu menn og blöð sögðu í síðustu viku. Síðan þá hefur ástandið bara versnað.  

Simon Johnson: "VEKIÐ FORSETANN!" Evrópa er að sprengja okkur í loft upp. Evrusvæðið er að breytast í efnahagslega tímasprengju. Vekið forsetann. Frá og með nú er allt breytt í sambandi við evrusvæði og umheim þess. Fjármagnið hefur tekið í notkun ný gleraugu sem það notar til að skoða efnahagsmál evrusvæðis. Þessi gleraugu eru svört svo augun þoli glampann frá sprengingunni. Baseline Scenario: Wake The President

Noregur: Vandamálið er ofsastórt en þátttakendur í lausn þess eru of margir. Einhver gæti ýtt á vitlausan hnapp og sprengt Evrópu í loft upp. Ola Storeng, norska Aftenposten
 
Financial Times: The door is locked, there is no exit; the ECB is trapped, forced to sit idle at the table as governments argue and haggle their way towards a solution and possibly being asked to inflate the debt problem away—its own version of hell…
 
 
Unicredit og BNP: Seðlabanki Evrópusambandsins hefur málað sig út í horn. Hann mun ekki geta dregið til baka það flóð af peningum sem ausið var út til fjármálastofnana í hruninu án þess að sum ríki og bankakerfi evrusvæðis fari á hausinn. Athugið að ríkið (e. the sovereign) er nú orðið mamma bankanna. Mamma er í hættu. Útgönguleið seðlabankans er lokuð. Hann málaði sig inni í horni sinnar "eigin útgáfu helvítis". Financial Times AlphavilleFor the ECB – ‘The door is locked, there is no exit…       

Nouriel Roubini: eftir bara nokkra daga höfum við hugsanlega ekki neitt evrusvæði til að ræða saman um 
 
 
Video: pallborðsumræður 27. apríl: staður: Milken stofnunin í Bandaríkjunum: undir stjórn Komal Sri-Kumar. Enginn hér efast um að evrusvæðið sé að þrotum komið. Spurningin er hins vegar hvort það komi nýr dagur á morgun fyrir evrusvæðið og þá hvernig hann muni líta út. Er hægt að leysa vandamálin? Hvert er plan-B?
 
This session on the Eurozone seemed ripped from the headlines, coming on the same day that Greek debt was sharply downgraded, setting off concern throughout not only Europe but the world's capital markets.
 
Þátttakendur:
  • Bo Lundgren, Director General, Swedish National Debt Office; former Minister for Fiscal and Financial Affairs
  • James McCaughan, CEO, Principal Global Investors
  • Nouriel Roubini, Professor of Economics and International Business, Stern School of Business, New York University

 
Fyrri færsla
 
 


Athugasemdir

02.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst