Krossnefur er það!

Krossnefur er það! Krossnefir eru nýir landnemar í fuglaríki Íslands og varp þeirra verið staðfest á nokkum stöðum undanfarin ár.  Hann nærist mest á

Fréttir

Krossnefur er það!

Þessi líka fíni goggur!
Þessi líka fíni goggur!

Krossnefir eru nýir landnemar í fuglaríki Íslands og varp þeirra verið staðfest á nokkum stöðum undanfarin ár.  Hann nærist mest á fræjum grenitrjáa og verpir um miðjan vetur meðan mest framboð er af slíkri fæðu.

Krossnefur er finkutegund sem lifir í skógum á norðurhveli jarðar. Karlfuglinn er fagurrauður og kvenfuglinn gullleitur. Einkenni krossnefsins er tilkomumikið nef þar sem skoltarnir ganga á víxl og af því dregur tegundin nafn sitt.

Krossnefir hafa mjög lengi verið þekktir sem gestir á Íslandi, sum ár koma þeir hingað í stórum hópum. Með aukinni ræktun barrtrjáa hér á Íslandi hafa skapast ný skilyrði fyrir þennan fugl.

Krossnefir hafa áður sést hér á Siglufirði.

 ÖK.


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst