Ljósmyndasafn Siglufjarðar

Ljósmyndasafn Siglufjarðar Þessi heiðurshjón Magnúsína Jóhannsdóttir fædd í Ólafsfirði 22/8 1904 og Guðjón JH Kristjánsson vélstjóri fæddur í Reykjavík

Fréttir

Ljósmyndasafn Siglufjarðar

Magga og Gauji
Magga og Gauji
Þessi heiðurshjón Magnúsína Jóhannsdóttir fædd í Ólafsfirði 22/8 1904 og Guðjón JH Kristjánsson vélstjóri fæddur í Reykjavík 22/3 1901 bjuggu í áratugi á Siglufirði, meðal annars í húsi sem nú er fyrir löngu horfið, en bar nafnið Ásgeirsbrakki
en það hús var stórt steinhús með mörgum íbúðum og var við lóð númer 41 við Túngötu, myndin hér fyrir neðan (ljósm Hjörtur Karlsson).


Ástæða þess að þetta er nefnt hér er tengd Ljósmyndasafni Siglufjarðar sem er með tengil hér á síðunni.

Þar er daglega settur inn mikill fjöldi mynda, sumar myndirnar eru þekktar, það er það sem á þeim er eins og til dæmis þessi mynd af þeim “Möggu og Gauja” og nöfn þeirra þar með skráð á síðunni í safnið.

Nú eru komnar þarna inn rúmlega 7500 ljósmyndir. Við þekkjum sum andlitin og sögu myndefnis þó svo það hafi ekki í öllum tilfellum verið skráð ennþá.

Sérstakir skrásetjarar verða fljótlega ráðnir til þess að vinna við safnið, skanna og skrásetja samkvæmt þeim upplýsingum sem þegar eru fyrir hendi.

Við höfum orðið þess vör að Myndasafnið er mjög mikið sótt til skoðunar (innri sjálfvirk talning) en í sama hlutfalli ekki fengið jafnmiklar upplýsingar um myndir og æskilegt hefði verið.

Vinsamlega hjálpið okkur að skrá upplýsingar um myndirnar, hjálpið okkur að varðveita söguna og minninguna um það sem myndirnar prýða með því að senda okkur upplýsingar, það er mjög einfaöld aðgerð.

Jafnframt færum við þeim fjölmörgu sem hafa brugðist vel við, okkar bestu þakkir.

ES. Myndin af Ásgeirsbrakka var tekin stuttu eftir bruna sem talið var að stafað hefði af fikti krakka (tóbaksreykingum), en í húsinu hafði ekki verið búið lengi og var á þeim tíma notað sem geymsla, meðal annars undir veiðarfæri.

sk

Athugasemdir

08.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst