Bátasmiđurinn í slippnum.

Bátasmiđurinn í slippnum. Ég kom viđ niđur í slipp ţar sem Jón Ragnar var ađ vinna viđ ađ gera viđ mótor í bát í gömlum eikarbát.

Fréttir

Bátasmiđurinn í slippnum.

Jón Ragnar og Leó.
Jón Ragnar og Leó.

Ég kom við niður í slipp þar sem Jón Ragnar (nýi bátasmiðurinn hjá Síldarminjasafninu, sem er nýútlærður og útskrifaður í smíði gamalla báta og sá eini í 25ár held ég) var að vinna við að gera við mótor í bát í gömlum eikarbát. 

 

Báturinn er miðlungs stærð af bát og eru nokkrir svona bátar ennþá í notkun.

Báturinn var gjöf sem kom frá Sauðárkróki. Hann var smíðaður 1969 hjá Nóa Kristjáns á Akureyri og er alveg asskoti fallegur að mínu mati. 

 

VIð áttum mikið og gott spjall og ég er persónulega alveg hæst ánægður með það að það sé kominn bátasmiður hingað til okkar. Hann er ekki bara eldklár í sambandi við smíði svona báta heldur er hann líka mjög fróður um flest allt sem viðkemur gömlum bátum og sögu þeirra.

 

Jón Ragnar er fæddur og uppalin í Stykkishólmi og á ættir að rekja langt aftur í jaxlana sem bjuggu í Breiðafirði. Hann þekkir semsagt smábæjarlífið við sjóinn vel og vonandi verða Jón Ragnar og fjölskylda sem lengst hjá okkur á Siglufirði. 

 

Ætlunin er að eiga ýtarlegra og betra spjall við hann fljótlega og fá að kynnast honum aðeins betur og sögu bátanna.

Svo koma nokkrar myndir sem ég fékk að taka af Jóni og einhverjum verkfærum sem voru notuð áður fyrr og líklega eru enn í notkun.

batasmidur

batasmidur

batasmidur

batasmidur

batasmidur

batasmidur


Athugasemdir

16.apríl 2021

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst