Björgvin Jóns og Tuk-Tuk bíllinn

Björgvin Jóns og Tuk-Tuk bíllinn Björgvin Jóns er međ ansi skemmtilegt verkefni í bílskúrnum hjá sér. Ţađ er rafbíllinn Tuc-Tuc sem Björgvin eignađist

Fréttir

Björgvin Jóns og Tuk-Tuk bíllinn

Björgvin Jóns er með ansi skemmtilegt verkefni í bílskúrnum hjá sér. Það er rafbíllinn Tuc-Tuc sem Björgvin eignaðist fyrir um það bil einu ári og hefur verið að dunda sér við að gera upp.
 
Þegar Björgvin fékk bílinn í hendurnar var allt rafkerfið í bílnum ónýtt, nánar tiltekið brunnið yfir og eitt og annað sem þurfti að ditta að. Þessir bílar eru ekki óalgeng sjón í Austurlöndum og líklega hafa einhverjir Siglfirðingar sem hafa ferðast til Austurlanda prufað að setjast í svona bíl.
 
Bíllinn er arftaki Kínversku Taxa-reiðhjólanna svokölluðu. En það eru mjög álíka verkfæri, það gengur bara fyrir krafti mannsins sem stýrir tækinu í stað rafmagnsins eins og í þessari gerð hjóla eins og Björgvin á.

Ef þið hafið áhuga á að skoða fleiri svona tæki þá getið þið slegið inn Tuc-tuc inn á vefinn google og þá fáið þið upp allavega útfærslur af þessum verkfærum. 
 
Bíllinn er framleiddur í Kína og er að mig minnir keyrður alveg heila 56 kílómetra. Hann er skráður fyrir 5 manns. Semsagt 1 ökumann og 4 farþega. Hann er um 350 kíló að eigin þyngd, þar af eru 150 kíló rafgeimasettið sem í honum er. Brúttó er bíllinn 700 kíló. Þar sem ég ruglast alltaf sjálfur á þessu brúttó / nettó dæmi þá stendur brúttó fyrir fullhlaðinn bíl í þessu tilfelli.
 
Bíllinn er 1.5 hestöfl 60 volt
 
Björgvin er eitthvað að hugsa um að koma bílnum á götuna í sumar og líklega ef ég þekki hann rétt þá tekst það hjá honum. Allavega vona ég það.
 
Það verður líklega skemmtilegt að sjá Björgvin á ferðinni í þessu farartæki. Hugsanlega fær maður að fljóta með honum einhvern daginn.
 
tuc-tuc
 
tuc-tuc
 
tuc-tuc
 
tuc-tuc
 
tuc-tuc
 
tuc-tuc
 
tuc-tuc
 
tuc-tuc

Athugasemdir

24.mars 2023

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst