Eldur kom upp í eldhúsi Sigló hótel

Eldur kom upp í eldhúsi Sigló hótel Um hádegisbilið í dag gerðist sá hörmungar atburður að mikil eldur kom upp í nýbyggðu eldhúsi veitingarstaðarins Sunnu

Fréttir

Eldur kom upp í eldhúsi Sigló hótel

Norður hlið Sigló hótel
Norður hlið Sigló hótel

Um hádegisbilið í dag gerðist sá hörmungar atburður að mikil eldur kom upp í nýbyggðu eldhúsi veitingarstaðarins Sunnu sem er hluti af hinu nýja og glæsilega Sigló hótel.

Fréttaritari Sigló kom að þegar búið var að slökkva eldinn, enda er slökkvistöð bæjarins í næsta húsi við hótelið og var slökkvilið  á staðnum á núll einni.

Þrátt fyrir það skemmdist eldhúsið mikið, en engar brunaskemmdir urðu að öðru leiti, hins vegar var verið að lofta út reyk frá vestur álmu hótelsins með kröftugum viftum.

Einn starfsmaður slasaðist á höndum við að reyna hindra útbreiðslu eldsins en hann mun ekki vera alvarlega slasaður.  

Róbert Guðfinnsson var mættur á staðin til að hughreysta starfsfólk sem var mikið miður sín yfir þessum hörmungar slysi.

Samkvæmt fréttum frá slökkviliðstjóra eru eldsupptök ekki augljós að neinu leiti og verður rannsókn á því máli haldið áfram í dag.

Verulegar skemmdir urðu á eldhúsi hótelsins.

Lögreglan tekur myndir.

Slökkviliðstjóri stjórnar aðgerðum við brunann.

Norður hlið og vestur álma hótel Sigló.


Myndir og Texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 - 0089 


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst