Fréttablaðið fjallar um ferðaþjónustu á Siglufirði

Fréttablaðið fjallar um ferðaþjónustu á Siglufirði Siglufjörður er framúrskarandi áfangastaður ferðamanna jafnt sumar sem vetur. Himneskar skíðabrekkur

Fréttir

Fréttablaðið fjallar um ferðaþjónustu á Siglufirði

Skjáskot úr Fréttablaðinu. www.visir.is
Skjáskot úr Fréttablaðinu. www.visir.is

Siglufjörður er framúrskarandi áfangastaður ferðamanna jafnt sumar sem vetur. Himneskar skíðabrekkur fyrir alla aldurshópa eru í siglfirsku Ölpunum, á Síldarminjasafninu má skyggnast aftur í tímann og á veitingahúsum bæjarins má fá sér gott í gogginn. Svo hefst glæsileg umfjöllun um Siglufjörð í sérblaði Fréttablaðsins í morgun. 

Í Ferðablaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun er fjallað um "Ferðamennsku í blóma á Sigló". Er þar rætt við forsvarsmenn Rauðku, Skíðasvæðisins og gistiheimilisins Siglunes. Í umfjölluninni kemur meðal annars fram að hótel Sunna muni opna á vordögum 2015, nýr skíðaskáli verði byggður árið 2015 og að sérstök áhersla sé lögð á hráefni úr heimabyggð í morgunverðarhlaðborði Sigluness.

Um sautjánþúsund manns heimsækja nú skíðasvæðið í Skarðsdal á ári en svæðið hefur alla burði til að taka við mikið meiri fjölda en það. Í raun geta liftukostir svæðisins áorkað þessum fjölda á níu klukkustundum en afkastageta þeirra er tvöþúsund manns á klukkustund.

Siglufjörður er sérlega góður staður til að heimsækja á veturnar, nóg úrval er af afþreyingu, gistingu og matsölustöðu og um að gera að skella sér hingað í vetrarfríunum. 

Lesa má grein Fréttablaðsins á pdf formi hér

Skipulegðu vetrarfríið þitt hér á Sigló.is


Athugasemdir

30.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst