Ganga um suðureggjar Siglufjarðarfjalla

Ganga um suðureggjar Siglufjarðarfjalla

Fréttir

Ganga um suðureggjar Siglufjarðarfjalla

Suðureggjar Siglufjarðarfjalla. Þrír skór.

9. ágúst, kl. 9 frá Skarðdalsviki, efstu beygju á Siglufjarðarskarðsvegi að austanverðu. 
Verð: 2.000.
Gengið er suðaustur og fjallatoppar þræddir inn á Almenningshnakka, hæstan siglfirskra fjalla. Komið niður Hólsskarð og gengið út Hólsdalinn.
Brött og klettótt leið, með lausum skriðum og háum eggjum. Ekki fyrir lofthrædda en stórfenglegt útsýni til allra átta.
 
 

Ferðafélag Siglufjarðar stendur fyrir skipulögðum gönguferðum í sumar. Fyrsta ferðin verður miðvikudaginn 28. maí en þá verður boðið upp á fuglaskoðunarferð í Héðinsfirði. 

Síðan verður sólstöðuganga 20. júní. Gengið á Hvanneyrarhyrnu 5. júlí. Út á Siglunes 19. júlí. Listaganga um Siglufjörð verður 30. júlí og síðan gengið á Hólshyrnuna 2. ágúst. Gönguferðir sumarsins enda svo um suðureggjar Siglufjarðarfjalla þann 9. ágúst.

Athugasemdir

27.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst