Falleg stund á Stóra bola, 70 kerti fyrir Þorstein Jóhannesson

Falleg stund á Stóra bola, 70 kerti fyrir Þorstein Jóhannesson Fjölskylda Þorsteins Jóhannessonar kom saman á jóladag þar sem þau tendruðu og dreifðu 70

Fréttir

Falleg stund á Stóra bola, 70 kerti fyrir Þorstein Jóhannesson

Fjölskylda Steina á Stóra Bola. LjM: Gulli Stebbi
Fjölskylda Steina á Stóra Bola. LjM: Gulli Stebbi

Fjölskylda Þorsteins Jóhannessonar kom saman á jóladag þar sem þau tendruðu og dreifðu 70 kertum upp Stóra Bola til heiðurs hans, en hann hefði orðið sjötugur á jóladag. Fallegt veður var um kvöldið, heiðskýrt og logn meðan stjörnur og norðurljós fylltu himininn fallegum ljósum. Það er engu líkara en Þorsteinn hafi verið að þakka fjölskyldunni þessa fallegu stund.

"Við tòkum àkvörðun 25.des fyrir àri sìðan að heiðra minningu hans með þessum hætti segir Elín dóttir Þorsteins. Tàknrænt þar sem garðurinn er 700 metrar, 70 kerti à tìu metra fresti og pabbi var ì teyminu sem hannaði garðinn. Veðrið gat ekki verið betra. Heiðskìrt og logn. Sérpantað alveg".

Séð yfir Siglufjörð

Stóri Boli skreyttur ljósum

Ljósmyndir Gulli stebbi


Athugasemdir

30.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst