Kompan , Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 2. jan. 2016

Kompan , Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 2. jan. 2016 Laugardaginn 2. jan 2016 kl. 17.00 opnar sýning í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber

Fréttir

Kompan , Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 2. jan. 2016

Laugardaginn 2. jan 2016 kl. 17.00 opnar sýning í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Náttúruupplifun. Sýningin samanstendur af verkum í eigu Aðalheiðar.

Í gegnum tíðina hefur Aðalheiður safnað listaverkum,  og á nú orðið töluvert safn verka frá listamönnum víða að.  Hefur hún því ákveðið í samráði við listamennina að setja upp sýningu einu sinni á ári úr þessu einkasafni.

 

Þeir listamenn sem eiga verk á þessari fyrstu sýningu eru Steingrímur Eyfjörð, Jónborg Sigurðardóttir, Joris Rademaker, Arna Guðný Valsdóttir, Kristján Steingrímur Jónsson, Fredie Beckmans og Hekla Björt Helgadóttir.

 

Boðið verður uppá léttar veitingar og eru allir velkomnir.

 

 

 

Fjallabyggð, Fiskbúð Siglufjarðar, Uppbyggingarsjóður og Egilssíld styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu.


Athugasemdir

30.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst