Dróna-flug á Hóli

Dróna-flug á Hóli Í gćr, laugardaginn 30. ágúst var aldeilis dróna-blíđa á Sigló. Fólk naut veđurblíđunnar og út um allan bć var fólk á röltinu,

Fréttir

Dróna-flug á Hóli

Í gær, laugardaginn 30. ágúst var aldeilis dróna-blíða á Sigló.
 
Fólk naut veðurblíðunnar og út um allan bæ var fólk á röltinu, einhverjir voru að slá garða, enn aðrir að mála og svo var fjöldi fólks sem tók þátt í Héðinsfjarðargöngunni. Sjá hér.
 
Ég var hins vegar að passa fyrir Ólöfu og mömmu á meðan þær voru í Héðinsfjarðargöngunni og ég að sjálfsögðu lét ég pabba hjálpa mér að passa fyrir þær. Ég segi passa fyrir þær því að ef Ólöf getur ekki passað stúlkurnar okkar gerir mamma það vanalega því ég þarf jú yfirleitt að vera að gera eitthvað annað eins og að taka myndir, smíða höll fyrir Ólöfu mína o.sv.fr.
 
En á meðan við pabbi pössuðum stúlkurnar þá var alveg nauðsynlegt að prufa drónann sem hún Ólöf lofaði mér að kaupa fyrir peninginn sem frúin í Hamborg lánaði mér fyrir með okurvöxtum og eintómum leiðindum í formi alls konar greiða og mikils vinnuframlags. 
 
En semsagt nýjasta áhugamálið er drónaflug með myndavél og já, ég þarf víst að æfa mig ögn betur með græjuna. Ég er reyndar farinn að undirstinga frúna í Hamborg um annað lán fyrir miklu hagstæðari dróna með gps-i, lengra flugþoli, stöðugri vinnslu, lengri flugdrægni og ég veit ekki hvað og ég veit bara alls ekki hvað en frúin í Hamborg segir að ég þurfi að selja eitthvað annað fyrst, eins og til dæmis mótorhjólið sem hefur eiginlega verið óhreyft í allt sumar. Þvílík mannvonska. Maður selur ekki bara vini sína. Annars er ég samt sem áður að spá í að gera það. Ég kaupi mér þá bara annann vélsleða fyrir afganginn. En jæja, nóg um frúna í Hamborg og leiktækin sem hún virðist ólm í að losa sig við.
 
Semsagt á meðan við pabbi pössuðum fyrir Ólöfu og mömmu þá prufaði ég drónann suður á Hóli í alveg ótrúlega góðu dróna-flug-veðri og hér er smá myndband af því. Í lok myndbandsins má sjá þegar gönguhópurinn úr Héðinsfjarðargöngunni nálgast Hól, en göngunni lauk þar. Eitthvað verð ég líka að athuga stillingarnar á myndavélinni þegar ég reyni þetta næst.
 
Vonandi hafið þið jafn gaman að þessu og ég.

 

Hér er svo slóðin beint á myndbandið á youtube : https://www.youtube.com/watch?v=vp85kCccISc&feature=youtu.be


Athugasemdir

24.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst