Ljósmynd vikunnar - Aage Nörgaard

Ljósmynd vikunnar - Aage Nörgaard Ljósmynd vikunnar er af Aage Nörgaard, sem var danskur, ţar sem hann stendur viđ grjótgarđ sinn. Í baksýn stendur hús

Fréttir

Ljósmynd vikunnar - Aage Nörgaard

Ljósmyndasafn Siglufjarđar: 16-nn-0536-01
Ljósmyndasafn Siglufjarđar: 16-nn-0536-01
Ljósmynd vikunnar er af Aage Nörgaard, sem var danskur, ţar sem hann stendur viđ grjótgarđ sinn. Í baksýn stendur hús hans, Norđurgarđur.


Aage var dugnađarforkur og vann til ađ mynda sem verkamađur hjá Síldarverksmiđjum ríkisins, seldi bćđi egg og kjúkling og rćktađi ýmsa garđávexti. Hann lét ekkert aftra sér ţrátt fyrir ađ hafa haft gervihönd á hćgri hendi.

Ţegar hann ákvađ ađ flytja aftur til föđurlandsins bauđ hann Siglufjarđarkaupstađ eign sína, en ţađ var afţakkađ og ţá kveikti hann í húsinu.

Nokkrir, og ţá sérstaklega karlmennirnir sem voru á myndasýningunni í Skálarhlíđ, minntust ţess ađ hafa aldrei smakkađ betri rófur en ţćr sem ţeir hnuppluđu sér í garđi Nörgaard ţegar ţeir voru guttar.

Eins minntust margir ţess ađ mćđur ţeirra hefđu keypt egg hjá karlinum og hengdi hann ţá fötuna međ eggjunum á krókinn á gervihendinni. 

Athugasemdir

07.mars 2021

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst