Ljósmyndatæknin

Ljósmyndatæknin Tækni á sviði ljósmyndunar og hreyfimyndatækni (video) hefur síðasta áratuginn farið hamförum, það er raunar vægt til orða tekið.

Fréttir

Ljósmyndatæknin

Einn rammi frá  Time-lapse
Einn rammi frá Time-lapse
Tækni á sviði ljósmyndunar og hreyfimyndatækni (video) hefur síðasta áratuginn farið hamförum, það er raunar vægt til orða tekið.

Þetta byrjaði með stafrænu myndatökunni, sem þróaðist hratt upp úr árinu 2000.
Mjög fljótt eftir 2003 fór stafrænum myndavélum í eigu almennings mjög  fjölgandi.
Í dag 2012 má segja að slíkar vélar séu til á flestum heimilum, og sumum þeirra margar vélar. 

Enginn sími í dag er talinn einhvers virði nema honum fylgi innbyggð myndavél, bæði kyrrmynda og video. 
Sumar þessara símamyndavéla eru með upplausn allt að 12 megapixla, sem er upplausn vel yfir meðallagi vandaðra myndavéla.  

Nú hefur enn eitt ævintýrið rutt sér vel til rúms á hinum stafræna vettvangi.
Til þarf  talsverðan aukabúnað svo vel takist, og er vart nema á færi efnaðra og áhugasamra ljósmyndara, þar sem fullkominn búnaður til þessara nota er nokkuð dýr.
Að auki þarf að hafa mjög góðan tíma aflögu.

Stundum eru mörg þúsund ljósmyndir teknar til að skapa eitt flott listaverk, verk sem sjá má í þúsundatali á netinu, þar sem þau njóta sín vel. Þetta fyrirbæri heitir á ensku „Time-lapse Photography“

Athugið, þetta eru ljósmyndir sem teknar eru með „venjulegum“ myndavélum, ekki video tökuvélum, heldur einstakar myndum frá nánast sama sjónarhorni, með allt frá nokkrum sekúnda millibili allt frá nokkrum mínútum til margra klukkustunda.  

Myndafjöldi í eitt verk er allt frá mörgum tugum ljósmynda til mörg þúsund ljósmynda, eins og fyrr er getið. Hver myndataka „verk“ tekur í vinnu allt frá klukkustund til heils dags, Myndirnar eru síðan settar saman í samfelda röð með hugbúnaði. (forriti)

Hér á tenglinum fyrir neðan má sjá slíkt listaverk.
Einnig má nálgast fleiri á þessum tengli http://vimeo.com/11673745
og mörgum fleirum frá  Viemo:  http://vimeo.com    og víðar á netinu sem finna má með aðstoð Google; og leitarstrengnum „Time-lapse“
þar má meðal annars finna verk sem unnin hafa verið á Íslandi (myndir frá Íslandi)


Athugasemdir

24.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst