Niðurrif löndunarbryggju 2008

Niðurrif löndunarbryggju 2008 Árið 1964-1965 var hafinn undirbúningur að byggingu fullkominnar löndunarbryggju hjá SR á Siglufirði. Smíði bryggjunnar

Fréttir

Niðurrif löndunarbryggju 2008

Árið 1964-1965 var hafinn undirbúningur að byggingu fullkominnar löndunarbryggju hjá SR á Siglufirði. Smíði bryggjunnar lauk svo árið 1966, er bryggjan var tekin í  notkun. 

Nauðsynlegt var að endurnýja gömlu trébryggjuna „Löngutöng“ vegna tilkomu síldarflutningaskipsins Haförninn, sem flutti meðal annars síld frá fjarlægum miðum, allt frá austfjarðarmiðum til síldarveiðisvæða Jan Mayen og frá Svalbarða, oftast komið með síldina til Siglufjarðar, en einnig til Seyðisfjarðar.

Nú í dag er öldin önnur, og vart má þess vænta að nokkurn tíma komi skip með bræðslusíld til löndunar á Siglufirði, hvorki veiðiskip, né flutningaskip. Slíkt er liðin tíð, þó ekki útilokað að enn hraðari uppbygging muni eiga sér stað á Siglufirði og Fjallabyggð í heild.
Sú þróun hófst með gerð Héðinsfjarðarganga, aukinni veitingahús og hótelmenningu tengdri ferðaþjónustunni. Og ekki hvað síst, öllu örðu af því góða sem við höfum upp á að bjóða.

Klippu sem tekin var þegar niðurrif SR-Löndunarbryggjunnar stóð yfir má sjá á Youtube ásamt fleiru þar er, með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

http://www.youtube.com/user/MrSksiglo/videos

 


Athugasemdir

28.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst