Skarðsveguninn og framtíðarvonir – gein af þeim gamla

Skarðsveguninn og framtíðarvonir – gein af þeim gamla Þeir eru þröngir Siglufjarðardalir, fjöllin brött, skriðuhlaupin mörg...........eru fyrstu orð

Fréttir

Skarðsveguninn og framtíðarvonir – gein af þeim gamla

Siglufjararskarð: Ljósmyndasafn Siglufjarðar: 28-nn-054-01
Siglufjararskarð: Ljósmyndasafn Siglufjarðar: 28-nn-054-01

Þeir eru þröngir Siglufjarðardalir, fjöllin brött, skriðuhlaupin mörg...........eru fyrstu orð Hjálmars Kristjánssonar í grein sinni „Skarðsveguninn og framtíðarvonin“ sem hann skrifar í Einherja 12. september 1935 en greinina má finna í fréttasafni gamla vefs SKSigló.

 

Einherji 12. september 1935

Skarðsveguninn og framtíðarvonir

Þeir eru þröngir Siglufjarðardalir, fjöllin brött, skriðuhlaupin mörg. gróðurlitil og  ömurleg. Margir hafa orðið fótasárir á öræfum Íslands. alt fram á síðustu tíma.  Nú er þetta stórum að breytast. Fari maður um kunnugar sveitir sést alltaf  eitthvað nýtt er ekki var til næst áður, þegar farið var um sömu stöðvar: ný hús,  nýar brýr,nýir vegir eða vegarspottar, eitt og annað er bætir kjör mannanna.

Langt er síðan ég heyrði að menning og manndómur hverrar þjóðar sæist best  á því, hvað greiðar samgöngur væru á sjó og landi. Hér eru stór sannindi sem  ekki verða hrakin; sannindi sem ýta fjöldanum saman til samstarfs og dáða; ¬sannindi er lyfta Grettistökum fyrir aldna og óborna.

Einn samtíðarmaður minn.  alvörumaður og orðhagur sagði: "Mér hefir risið fjall í fang frá því ég var ungur".  Oft hafa mér dottið þessar hendingar í hug, þegar ég hefi farið yfir fjöllin hér í  kringum Siglufjörð og hugsað til hvílíkur þrándur þau hafa jafnan verið í götu  okkar uppvaxandi bæjar.

Það gengur næst því að manni sárni, þegar þær fregnir berast, að menn hafi  farið norður Sprengisand og af Hólsfjöllum til Vopnafjarðar og ýmsar aðrar  vegleysur í bíl, en frá framtíðarkaupstaðnum Siglufirði verður það farartæki ekki  notað til næstu sveitar, þó tæplega geti það kallast meira en örskotslengd.

Blómlegar og byggilegar sveitir eru vestanvert við Siglufjörð. Fyrst Fljót,  grösug og gróandi; svo hinn sólríki Skagafjörður með margskonar gæði.

Ég er að verða gamall maður; þó ekki svo að ég get séð hugsjónir rætast:

Við skulum hugsa okkur, að einn góðan veðurdag dytti fjölda mörgum  Siglfirðingum í hug að hrista af sér rykið að sumarlagi og anda að sér hreina og  heilnæma fjallablænum, vera komnir upp á fjöllin, þegar blessuð sólin merlar  fjallabrúnirnar. og þjóta svo áfram lengra um hinar fögru sveitir í nágrenninu.  Nógir eru bílarnir í Siglufirði, en bílabrautin er skammt á veg komin, ótrúlega  skammt þegar hugsað er til þess að frá Siglufirði hafa síðasta aldarfjórðung  runnið miljónir króna í ríkissjóð. En Siglufjörður var olnbogabarn á dögum  íhaldsstjórnarinnar; þá mátti heita að hann væri skágenginn um allan stuðning til  framkvæmda og framfara.

Þetta breyttist reyndar þegar Framsóknarstjórnin komst til valda og  umbótaflokkarnir fóru að ráða meiru, en þá var í mörg horn að líta og ekki unnt  að framkvæma allt í einu. Nú hefir þó fengist nokkurt framlag úr ríkissjóði til  Skarðsvegarins og Siglfirðingar hafa sjálfir gefið mikið til að hefja verkið, en  betur má ef duga skal.  Mér komu í hug orð skáldsins:

Vek mig, sýn mér herra hár
 hérað eftir þúsund ár.
Vek mig þetta land að lofa,
 lengur ekki þarf að sofa.


Gaman væri að lifa það að sjá vestursveitirnar að mestu gróandi land, tún og flæðiengjar. Gaman verður að  sjá vagna koma hingað  með græna töðuna og margskonar afurðir Fljótamanna, en til þess þarf vegi. - Mér hlýnar í lund þegar ég hugsa um öll þau börn og unglinga héðan frá  Siglufirði, sem mundu hafa stórkostlegt gagn af því að vegur kæmist yfir fjallið. 


Ég sé þau í anda fara föl og veikluleg, en koma aftur hraustleg. rjóð og  sólbrennd. þau hafa fengið sólböð og töðuilm í skiptum fyrir göturyk, kolareyk,  grútarlykt og fúlt og innilokað "Bíó" loft. Náttúrufegurðin hefir ef til vill vakið og  leitt  fram það besta i sálum þeirra.

Nú koma ráðnu og reyndu mennirnir og segja: "Þær gagna lítið skýjaborgirnar  þínar. Fiskurinn og síldin hafa brugðist í ár og horfurnar eru ískyggilegar".

Ég  get fúslega gengið inn á það, að horfurnar eru ekki glæsilegar, en vegurinn yfir  Siglufjarðarskarð getur komið á næstu árum engu að síður, ef við leggjumst á  eitt með ráðnum hug og strengjum þess heit, að hann s k u l i koma.

Verum samtaka um það.
Hjálmar Kristjánsson.


Athugasemdir

20.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst