Góð stemming á sýningu Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar

Góð stemming á sýningu Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar opnaði sýningu sína "Sumarauka" í dag kl. 13.00 á fyrsta vetrardag í

Fréttir

Góð stemming á sýningu Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar

Elsti og yngsti þátttakandinn
Elsti og yngsti þátttakandinn

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar opnaði sýningu sína "Sumarauka" í dag kl. 13.00 á fyrsta vetrardag í Bláa húsinu við Rauðkutorg.

Mikill fjöldi gesta hefur lagt leið sína það sem af er degi til að njóta fallegra ljósmynda sem sautján þátttakendur leggja til á þessa fjölmennu sýningu ljósmyndara í Fjallabyggð.

Skemmtilegt er að geta þess að 70 ára aldursmunur er á milli yngsta og elsta þátttakandans, þeirra Steingríms Kristinssonar og Mikaels Sigurðssonar.

Sýningin er opin í dag laugardaginn 24. október og líkur á morgun sunnudaginn 25. október kl. 17.00

Við bjóðum alla velkomna til að njóta sýningarinnar með okkur og þiggja kaffi og kruðerí.

Sýningarsalurinn í Bláa húsinu

Björn Valdimarsson að mynda þá Sigurð Ægisson og Mikael Sigurðsson við myndir þeirra feðga.

Thomas Fleckenstein einn þátttakenda að spjalla við einn af gestunum

Sveinn Þorsteinsson einn af sýnendum ásamt eiginkonu sinni 

Hilmar Stefánsson er langt að kominn og skellti sér auðvitað á sýninguna ásamt Steinu Matt

Þær Dóra og Ranna kátar með sýninguna. Þess má geta að tvö af börnum Dóru eiga verk á sýningunni, þau Dóra Sallý og Nonni Björgvins

Mikið verið að spá og spekúlera

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir 


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst