Nanna Franklín er 100 ára í dag

Nanna Franklín er 100 ára í dag í dag, er Hallfríđur Nanna Franklínsdóttir eđa Nanna Franklín eins og Siglfirđingar jafnan nefna hana, 100 ára gömul. Hún

Fréttir

Nanna Franklín er 100 ára í dag

Nanna Franklín
Nanna Franklín

í dag, er Hallfríđur Nanna Franklínsdóttir eđa Nanna Franklín eins og Siglfirđingar jafnan nefna hana, 100 ára gömul. Hún fćddist 12. maí 1916 ađ Litla-Fjarđarhorni í Kollafirđi í Strandasýslu.

Nanna Franklínsdóttir er hin hressasta og hélt upp á ţennan stóra áfanga međ ţví ađ spila Bingó međ fermingarbörnum á Siglufirđi og öđrum gestum í Skálahlíđ.

Nanna er létt í lund og alltaf sjálfri sér lík, fylgist grannt međ bćjarlífi og ţjóđmálum. Hún hefur svo sannarlega húmorinn á réttum stađ og sagđi Steingrímur Kristinsson einn góđan af henni frá ţví fyrir örfáum dögum.

Ţegar aldur Nönnu barst í tal ţá nefndi Steingrímur ađ ţađ vćru einungis 18 ár ţar til hann nćđi ţessum stóráfanga. Nanna var ţá fljót til svars og sagđi, ég skal bíđa og fagna međ ţér Steingrímur. 

Sigurđur Ćgisson hefur ritađ niđur lífshlaup Nönnu og veitti okkur góđfúslegt leifi til ađ vísa í ţađ hér á vefsíđu, Siglfirđings

Á morgun. föstudaginn 13. maí bíđur Nanna ćttingjum, vinum og sveitungum til afmćlisveislu í Skálahlíđ kl. 16.30 og ţćtti vćnt um ađ sjá sem flesta.

Sigló.is óskar Nönnu Franklín, hjartanlega til hamingju međ 100 ára afmćliđ.

Nanna spilar Bingó á 100 ára afmćlisdaginn 

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir 


Athugasemdir

08.desember 2022

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst