Sala á íbúðum að hefjast í Gagganum

Sala á íbúðum að hefjast í Gagganum Gagginn - opið um páskana - sala á íbúðum að hefjast. Íbúðir til sýnis í dag, Páskadag frá kl. 13.00 - 14.

Fréttir

Sala á íbúðum að hefjast í Gagganum

Gagginn
Gagginn

Gagginn - opið um páskana - sala á íbúðum að hefjast. 
Íbúðir til sýnis í dag, Páskadag frá kl. 13.00 - 14.00.

Hönnuður: Elín Þorsteinsdóttir Innanhússarkitekt FHÍ
Verkfræðingur: Haukur Ásgeirsson

Nánari upplýsingar á heimasíðu: 
http://www.gagginn.is

Búið er að standsetja tvær sýningaríbúðir í Gagganum við Hlíðarveg 18-20 á Siglufirði. 

Boðnar eru til sölu 13 íbúðir í húsinu og eru stærðir íbúðanna frá 65-130 fermetrar. Flestar íbúðanna eru 3ja herbergja.

Allar innréttingar eru sérsmíðaðar hjá Hyrnunni á Akureyri.
Lofthæð íbúða á 1. hæð hússins er 3 metrar.
Lofthæð í tveimur íbúðum á 2. hæð er 3.7 metrar. 

Íbúðir geta verið til sýnis á öðrum tímum samkv. samkomulagi. S. 8970634 eða 6900931.

Kveðja,
Þröstur og Sveinn Þórhallssynir

 


Athugasemdir

08.desember 2022

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst