Sóknarnefnd og óeigingjarnt starf (Lokaorð frá Sigló.is)

Sóknarnefnd og óeigingjarnt starf (Lokaorð frá Sigló.is) Hér á fréttavef okkar siglo.is hafa verið skrifaðar nokkrar greinar um kirkjugarða okkar,

Fréttir

Sóknarnefnd og óeigingjarnt starf (Lokaorð frá Sigló.is)

Hér á fréttavef okkar siglo.is hafa verið skrifaðar nokkrar greinar um kirkjugarða okkar, sóknarnefnd og svo nú síðast um fjármál tengd kirkjunni.

Það er ekkert óeðlilegt við að menn tjái sig um málefni tengdum innviðum samfélagsins og geri athugasemdir við það sem betur má fara.

Málefni kirkjunnar og kirkjugarða eiga sér eðlilegan farvegi sem skynsamlegt er að halda sér við. Þannig er sóknarnefnd kosin og sveitarstjórn leggur til fjármagn til ákveðinna verkþátta og hefur þar eftirlitskyldu.

Í gegnum árin höfum við fylgst með óeigingjörnu starfi fjölda einstaklinga sem lagt hafa sig fram við að halda utan um starf kirkjunnar og gert sitt besta með takmarkaða fjármuni. Þetta fólk hefur ávallt átt alla virðingu okkar og eiga hana enn.

Undanfarin ár höfum við haldið úti siglo.is sem staðbundnum fréttmiðli til að miðla því sem við teljum áhugavert. Einnig höfum við veitt fólki aðgang að viðamiklu ljósmyndasafni okkar á vefnum.

Ítrekað hefur komið fram í gegnum árin að siglo.is telur sig ekki vera frjálsan óháðan fréttamiðil. Það sem skrifað er á vefin af hálfu siglo.is er á ábyrgð eiganda.

Ef að menn óska eftir birtingu greina undir nafni þá er það metið hverju sinni.

Þau skrif sem hafa verið sett fram um málefni tengdum kirkjunni á siglo.is hafa valdið kurr og óeiningu sem ekki bætir stöðu þeirra mála sem um hefur verið rætt.

Höfum við á siglo.is sammælst um að umfjöllun um þessi málefni sé lokið að hálfu fréttavefsins og hvetjum menn til að vinna úr meintum ágreiningi á öðrum vettvangi.

 

Virðingarfyllst

Jón Björgvinsson

Róbert Guðfinnsson


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst