Tjaldaði á milli snjóskafla

Tjaldaði á milli snjóskafla Fimmtudaginn 24. mars sá undirrituð ungan mann tjalda á milli snjóskafla á tjaldstæði Siglufjarðar í miðbænum. Vakti þetta

Fréttir

Tjaldaði á milli snjóskafla

Jaroslav Precuch
Jaroslav Precuch

Fimmtudaginn 24. mars sá undirrituð ungan mann tjalda á milli snjóskafla á tjaldstæði Siglufjarðar í miðbænum.

Vakti þetta forvitni mína enda veðrið ekkert til að hrópa húrra yfir og veðurspáin fyrir næstu daga ekki beint vænleg fyrir útilegu. Ungi maðurinn var hinn hressasti og sagðist heita Jaroslav Precuch og vera frá Slóvakíu.

Erindi hans norður var að skoða landið og hafði ferðin gengið vel. Hann er búsettur í Reykjavík og vildi nota páskafríið til að ferðast og væri alveg sama um veðrið og færi vel um hann í tjaldinu.

Jaroslav ætlaði síðan að halda för sinni áfram og væri markmiðið hjá honum að komast á Blönduós á Föstudaginn langa og skoða sig um þar.

Við óskum þessum bjartsýna ferðalang gleðilegra páska og góðrar ferðar.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir 


Athugasemdir

28.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst