Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar Matgæðingar vikunnar eru hjónin Hallfríður Hallsdóttir og Ægir Bergsson

Fréttir

Matgæðingur vikunnar

Ægir & Hadda
Ægir & Hadda

Matgæðingar vikunnar eru hjónin Hallfríður Hallsdóttir og Ægir Bergsson 

Hadda og Ægir ‘‘ þakka,, Biddý og Jóa kærlega fyrir þessa áskorun og skora á heiðurshjónin Halldór Þormar og Hönnu Björnsd sem næstu matgæðinga.

Hakkrúlla með grænmeti og osti.

600gr.nautahakk

1msk.nautakraftur

1msk kartöflumjöl

1 tsk.salt og pipar

1 egg

200-300gr grænmeti sem er til í ískápnum (brokkolí,spínat,vorlaukur,sveppir...)

½ dl. Steinselja, söxuð smátt

3-4 dl. Ostur

2-3 msk.sojasósa

30 gr.smjör

Brún sósa með soja.

1-2 dl. Rjómi, 1 msk. Sósujafnari

2 msk.rifsberjahlaup

Ofninn stilltur á 180 gr.

Nautahakki, krafti, kartöflumjöli, salt, pipar og egg hrært saman í skál

Hakkið flatt út í ferning á smjörpappir

Grænmeti og rifnum osti dreift yfir, rúllað upp eins og rúllutertu, rúllan sett í eld fast form

Bræddu smjöri og sojasósu blandað saman og hellt yfir rúlluna

Hitað í ofni 40-50 mín.

Þegar rúllan er elduð í gegn er 2-3 dl.af vatni hellt á mótið, stillt á grill í nokkrar mín. 

Þá er rúllan tekin út og vökvanum hellt í pott 1-2 dl af rjóma hellt út í , þykkt með sósujafnara.

Rifsberjahlaupi bætt í og smakkað til með salt og pipar.

Gott að bera fram með hrísgrjónum eða kartöflumús, salati og rifsberjahlaupi.


Athugasemdir

24.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst