Matgćđingur vikunnar

Matgćđingur vikunnar Matgćđingar vikunnar eru hjónin Silla og Ingvar (Sigurlaug Ragna Guđnadóttir & Ingvar Erlingsson)

Fréttir

Matgćđingur vikunnar

Silla & Ingvar
Silla & Ingvar

Matgæðingar vikunnar eru hjónin Silla og Ingvar (Sigurlaug Ragna Guðnadóttir & Ingvar Erlingsson)

Hér kemur ljúffeng uppskrift af Oreganokjúkling.

Við skorum á Önnu Maríu og Óskar að koma með næstu uppskrift fyrir Miðvikudag í næstu viku.

Oreganokjúklingur

Fyrir fjóra

 Hráefni:

4 kjúklingabringur

2 hvítlauksgeirar

1 msk. smjör

salt

svartur pipar

2 ½ dl. matreiðslurjómi

1 kjúklingateningur

2-3 tsk. Oregano

1 ½ msk. balsamvinegar (hvítvíns)

 Aðferð: Fyrst eru kjúklingabringurnar skornar í þrjá bita, á lengdina, og hvítlaukurinn pressaður. Kjúklingurinn er brúnaður á pönnu, í smjörinu, - saltaður og pipraður. Þá er að blanda saman matreiðslurjómanum, kjúklingateningnum, oregano og balsamvinegar í pott – þegar þetta er aðeins farið að hitna er kjúkling og hvítlauk bætt út í. Látið sjóða, undir loki, í u.þ.b. 5 mínútur.

 Meðlæti: Ofnsteiktar kartöflur eða hrísgrjón – og hvítlauksbrauð.

GERI ALLTAF TVÖFALDAN SKAMMT AF SÓSU…


Athugasemdir

24.mars 2023

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst