Matgćđingur vikunnar

Matgćđingur vikunnar Matgćđingar vikunnar eru hjónin Vala og Steinar ( Vala Árnadóttir & Steinar Svavarsson)

Fréttir

Matgćđingur vikunnar

Vala & Steinar
Vala & Steinar

Matgæðingar vikunnar eru hjónin Vala og Steinar (Vala Árnadóttir & Steinar Svavarsson)

Vala og Steinar skora á gúrmehjónin og nágrannana Dóru Sallý og Óla Stellu að koma með uppskrift fyrir næsta miðvikudag.

Grilluð mango chutney bleikja.

2 bleikjuflök, má líka nota lax

1 krukka mangochutney (ekki með bitum í)

6-8 hvítlauksrif smátt söxuð.  Má vera meira en allt eftir smekk.

2 cm engiferrót, smátt söxuð

Dass af sojasósu

Svartur pipar úr kvörn.

Hrærið saman krukkumaukinu, engifernum, hvítlauknum, sojasósunni og piparnum.

Þekið bleikjuna vel og geymið í ísskáp í nokkrar klst.

Grillið í fiskigrind á vel heitu grilli í nokkrar mínútur á hlið.

Má líka setja í eldfast mót og gera í ofni ef hann skellur á með hríð.

Borið fram með kartöflumús úr sætum kartöflum og grænu salati.


Athugasemdir

24.mars 2023

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst