Sýningin 80's show

Sýningin 80's show Um helgina var á Kaffi Rauðku sýning sem kallast "80´s show" og er með vinsælum lögum frá því um og upp úr 1980.

Fréttir

Sýningin 80's show

Alexander Magnússon við trommusettið
Alexander Magnússon við trommusettið

Um helgina var á Kaffi Rauðku sýning sem kallast "80´s show" og er með vinsælum lögum frá því um og upp úr 1980.

Siglo.is kíkti við á Kaffi Rauðku á fimmtudagskvöldið þar sem nokkrir kampakátir einstaklingar voru að stilla upp fyrir sýninguna.  Það er Magnús Ólafsson sem leiðir hópinn en alls eru níu tónlistarmenn í uppsetningunni.

Í viðtali við Steina Sveins kom fram að þessir tónlistarmenn eru frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði.  Það gekk á ýmsu þegar hefja átti sýningar síðasta haust, því fresta þurfti þremur fyrstu sýningum vegna ófærðar og veðurs.  Svo kom að því að hægt var að flytja sýninguna og gekk ljómandi vel.  Þetta er breiður hópur söngvara sem getur sungið alls konar músík.

Sýningin á Rauðku um helgina tókst vel og var mikil og góð stemming meðal áhorfenda, sem voru starfsmenn og stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar ásamt mökum, sem gerðu sér glaðan dag í tilefni af 140 ára afmæli Sparisjóðsins með flottum kvöldverði á Hannes Boy og 80's show-inu á Kaffi Rauðku á eftir.

Tónlistarfólkið í sýningunni er: Dagmann frá Dalvík sem leikur á hljómborð, Magnús Ólafsson leikur á gítar, Alexander Magnússon á trommur, Beggi hnykkjari frá Dalvík er á bassa, Guito Thomas frá Siglufirði syngur og spilar á gítar, Steini sveins syngur og spilar á trompet og slagverk, Danni Pétur syngur og spilar einnig á trompet og smá slagverk, Haukur Sigurðsson frá Ólafsfirði - var í mörgum hljómsveitum þar - syngur, og svo er það Hólmfríður Norðfjörð Rafnsdóttir sem syngur.

Þau verða með sýninguna aftur næstu helgi fyrir einkasamkvæmi en þessi sýning er alveg tilvalin fyrir árshátíðir fyrirtækja og hópa, svo getur Tröllaskagahraðlestin spilað á balli á eftir.  Ef einhver vill nánari upplýsingar um sýninguna eða hljómsveitina er best að hafa samband við Magnús Ólafsson í Ólafsfirði.

Fréttamaður ræddi einnig við Finn Yngva  hjá Rauðku um það sem framundan er hjá Rauðku en þar má nefna frábært uppistand með Rögnvaldi Gáfaða og Gísla Einarssyni sem verður á föstudaginn, svo er 80's show-ið aftur á laugardag fyrir lokaðan hóp þar sem Siglómótið í blaki verður á hápunkti sínum.  Um páskana verða svo tónleikar með Hreimi úr Landi og Sonum.  Finnur vonast til að hægt verði að sýna 80's sýninguna fyrir opnu húsi þegar fer að vora, enda um hina bestu skemmtun að ræða.

"Þetta er mjög skemmtileg uppákoma í veislur og hentar vel fyrir hópa stærri en 60 manns á Rauðkunni" segir Finnur að lokum.

Hér koma nokkrar myndir frá undirbúningi fyrir sýninguna.

Hófí

Dagmann og Maggi

Guito

Steini Sveins og Danni Pétur að hita trompetana

Smá grín bara

Hófí

Maggi

Steini Sveins

Hér koma svo nokkrar myndir frá sýningunni sjálfri.

Danni, Beggi og Steini í góðum gír

Guito Thomas - Brasilíumaðurinn okkar geðþekki

Alexander Magnússon

Haukur Sigurðsson


Athugasemdir

28.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst