Bjórverksmiđja á Sigló

Bjórverksmiđja á Sigló Ţađ er mikiđ ađ gerast í suđurenda gamla frystihússins viđ Vetrarbrautina hér á Sigló. Hér er veriđ ađ undirbúa opnun nýrrar

Fréttir

Bjórverksmiđja á Sigló

Bjórverksmiđjan Segull 67 fer bráđlega í gang
Bjórverksmiđjan Segull 67 fer bráđlega í gang

Ţađ er mikiđ ađ gerast í suđurenda gamla frystihússins viđ Vetrarbrautina hér á Sigló.

Hér er veriđ ađ undirbúa opnun nýrrar bjórverksmiđju sem mun vonandi geta skilađ sinni fyrstu framleiđslu til okkar fyrir jól.

Fréttaritari Sigló.is hitti ţarna einn af eigendum Segull 67, Marteinn B Haraldsson (Yngri) en hann er sonur Haralds Marteinssonar og Kolbrúnar Gunnarsdóttur, en foreldrar Marteins eru međeigendur og líka afi Marteinn Haraldsson.

Ţetta er sem sagt lítiđ fjölskyldufyrirtćki ţar sem Marteinn yngri er eini starfsmađurinn, en hann fćr síđan hjálp frá fjölskyldumeđlimum ţegar ţörf er á.

Nafniđ Segull 67 er komiđ frá kompásnálinni í skipakompás og 67 er happatala afa og hans gamla bílnúmer, F 67. Einnig má tengja ţetta viđ breiddargráđuna 67 ef mađur vill.

Marteinn B Haraldsson heldur í gömlu lúguna ţar sem pönnunum var áđur fyrr matađ inn í frystiklefann.

Marteinn byrjar á ađ sýna undirrituđum móttökusal í suđur enda hússins, ţar er búiđ ađ brjóta upp og opna gaflinn og setja ţar fallega glugga og hurđir sem  heypa inn góđri birtu í ţađ sem áđur var pönnumóttaka frystihússins og á efri hćđinni en ţar var vinnslusalur hússins.

Ţessi stađur vekur upp skemmtilegar minningar umm sumarvinnu međ hörkuköllum sem gerđu mann ađ manni.
Hörkuvinna ađ vera í pönnunum en mikiđ hlegiđ alla daga.

Ţađ er ađdáunarvert ađ sjá ađ Marteinn vill ađ ţessi saga sjáist, ađ gestirnir sem koma í mótökusalinn til ađ smakka á guđaveigunum viti ađ ađ ţeir séu ađ koma inn í gamalt frystihús í nýju hlutverki.

Ţarna er einţá gamla frystiklefa gatiđ og stóra hurđin sem og lúgan í loftinu ţar sem pönnurnar komu niđur úr vinnslusalnum uppi.

Veggirnir eru líka ađ mestu látnir halda sér međ sinni gömlu slitnu hvítu málningu og ađeins lakkađ yfir međ glćru lakki.

Marteinn í móttökusalnum í suđur enda hússins.

Viđ göngum síđan í gegnum stóru ţykku frystiklefahurđina og inn í sjálfa verksmiđjuna međ bruggker í röđum og sjálfa bruggstöđina í norđur endanum á ţessu stóra rími. Hér eru 3 menn og Marteinn ađ vinna á fullu viđ allskonar frágang og smíđar.

Glćsilegur salur og mjög hátt til lofts.

Bruggker í röđum

Sjálf bruggstöđin í norđurendanum á gamla frystiklefanum. 

Viđ förum síđan smá krókaleiđ til ađ komast upp í gamla vinnslusalinn en veriđ er ađ byggja nýjan stiga í suđurendanum til ađ komast upp í ţađ sem Marteinn segir stoltur ađ verđi listasalur međ nćgu veggja og gólfplássi fyrir allskonar sýningar, einnig er hćgt ađ setja hér inn langborđ fyrir fundi og annađ, ţessi salur býđur upp á endalausa möguleika.

Marteinn stendur ţarna í suđurenda gamla vinnslusalarins og bendir á hvar nýr stigi verđur stađsettur. Mikiđ ljós streymir inn um nýjan stóran glugga á gaflinum.

Ţetta verđur nú alveg frábćrt, hugsar undirritađur og góđ búbót fyrir okkur Siglfirđinga og gesti bćjarins og mađur verđur ađ dáđst ađ ţeim dugnađi og ţeirri gleđi sem skín úr augum ţessa unga manns sem er ađ fara ađ sjá draum sinn rćtast.

Og hvenćr hefst svo framleiđslan ? 

"Öll leyfi og allt svoleiđis er klárt, en viđ bíđum eftir niđurstöđum frá heilbrigđisstofnun varđandi vatnsgćđi en viđ vitum nú ţegar ađ vatniđ er gott og passar til bjórbruggunnar.

Viđ munum hefja prufu framleiđslu fljótlega og reiknum međ ađ hafa tilbúinn góđan bjór fyrir jólamarkađinn, síđan er meininginn ađ gera góđan ljósan bjór og einnig hafa sérbruggun tengda árstíđum eins og jólum, páskum og sumartíma"

Takk fyrir spjalliđ og fína göngu um húsiđ og gangi ykkur allt í haginn međ framhaldiđ.

Hér má lesa viđtal viđ Marteinn á Vísir.ís

Hér komu pönnurnar niđur úr vinnslusalnum

Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson 


Athugasemdir

17.ágúst 2019

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst