Eðlilegt að loka sundlauginni á Sigló

Eðlilegt að loka sundlauginni á Sigló Þorsteinn Ásgeirsson aðalbókari Fjallabyggðar var hvass í orðum sínum til bæjarstjórnar þegar hann ræddi ákvarðanir

Fréttir

Eðlilegt að loka sundlauginni á Sigló

Frá fundinum á Allanum
Frá fundinum á Allanum

Þorsteinn Ásgeirsson aðalbókari Fjallabyggðar var hvass í orðum sínum til bæjarstjórnar þegar hann ræddi ákvarðanir þeirra á opnum fundi í Allanum. Lagði hann þar meðal annars fram þá hugmynd að loka sundlauginni á Siglufirði maí – september ár hvert.

Þorsteinn ræddi áfram um hugmyndir að niðurskurði án þess að segja upp fólki. Þar lagði hann til að hætta að leggja fjármagn til Síldarminjasafnsins og Þjóðlagasetursins, umferð ferðamanna á Siglufirði hafi hvort sem er aukist svo að það hljóti að vera til peningar þar fyrir þeim rekstri. Einnig nefndi hann tilfærslu á kennslu milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

Hann gagnrýndi þá harkalega það að eingöngu væri verið að segja upp Ólafsfirðingum og að lítið væri gert úr störfum þeirra sem leggja ætti niður. Gefa væri til kynna að vinnuframlag þeirra væri einskis virði.

Þorsteinn furðaði sig þá á tilurð og nauðsyn skýrslunnar en hann hefði áætlað að bæjarfélagið mundi sýna samtals 300 milljóna króna rekstararhagnað næstu árum miðað við fjárhagsáætlanir sem ekki tóku mið af rekstarhagræðingu. Skildi hann því ekki af hverju þyrfti að ráðast í svo harkalegan niðurskurð og af hverju starfsmannaveltan sé ekki frekar látið stýra því. Gagnrýndi hann þá leynd sem hvílt hafði yfir skýrslunni og harkalega hvernig unnið hafi verið að henni því íbúar hafi aldrei verið með í ráðum, það sé ekki gott samráð að hans mati eins og formaður bæjarstjórnar hefði ýjað að.

Að sögn Ingvars Erlings var góð samstaða innan bæjarstjórnar um afgreiðslu skýrslunnar þar sem hún hafði verið rædd til þaula áður en tillögur bæjarstjórnar lágu fyrir. Þá kom Ingvar vel inná það að hugmyndir með rekstrarhagræðingunni væru fyrirbyggjandi aðgerðir, með hagræðingu verða því til fjármunir fyrir nýfjárfestingum en bæjarfélagið þarf ekki að leggjast í dýrari fjármögnunarkostnað. Með því móti verður mögulegt að halda búsetuskilyrðum háum í Fjallabyggð.

Þá ítrekaði Ingvar að ekki er verið að leggja niður störf Ólafsfirðinga heldur íbúa í Fjallabyggð, óháð því hvar þeir búa. Varðandi hugmyndir á opnunartíma sundlauga sagði Ingvar að þetta væri ekkert svo galin hugmynd sem gott væri að skoða. Í haust á síðan að ráðast í könnun meðal foreldra skólabarna um hvernig hægt sé að hagræða í skólakerfinu, hvort skinsamlegt sé að setja á árgangsbundið bekkjarkerfi. Könnunin mun líklega gefa bæjarstjórn til kynna hvernig best er að endur skipuleggja skólamálin.


Athugasemdir

29.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst