Fálki á Sigló

Fálki á Sigló Annað slagið sjást fálkar á ferli innan Siglufjarðar. Það er þó ekki oft  sem ljósmyndarar eru svo heppnir að ná þokkalegum myndum af þeim,

Fréttir

Fálki á Sigló

Fálkinn floginn.......
Fálkinn floginn.......
Annað slagið sjást fálkar á ferli innan Siglufjarðar. Það er þó ekki oft  sem ljósmyndarar eru svo heppnir að ná þokkalegum myndum af þeim,
og enn sjaldnar góðum, vegna styggðar fuglanna, og þar af leiðandi fjarlægðar við þá.

Góðar nærmyndir náðust síðast er vitað er hér innanfjarðar þann 11. Apríl 2007, þegar Sigga presti tókst að ná mjög góðum myndum þar sem fuglinn var á Togarabryggjunni, og Steingrímur þokkalegum á sama stað aðeins síðar.

Í dag eftir hádegið sást til fálka frammi á tönginni framundan dúfnahúsinu og viðkomandi myndir hér náðust af. Ekki þó eins góðar og árið 2007,  en nú var bæði var rigning, lítil birta og talsverð fjarlægð frá götunni til fálkans.

Þar sem hann hafði nýlokið við góða máltíð af æðarfugli, (eða máfi ?) sem honum hefur tekist að krækja í með hvössum klóm sínum.
 
Rétt eftir að ljósmyndarann bar að garði, þá flaug hann burt.
Stuttu síðar var kominn þangað hrafn til að kroppa í leifarnar.
Smellið á myndirnar til a sjá þær stærri.
Ljósmyndir: (sk)

Athugasemdir

15.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst