Erlendar ferðaþjónustur sýna Sigló mikinn áhuga

Erlendar ferðaþjónustur sýna Sigló mikinn áhuga Margir erlendir ferðaþjónustuaðilar hafa lagt leið sína til Sigló í vetur þar sem þeir kíkja gjarnan í

Fréttir

Erlendar ferðaþjónustur sýna Sigló mikinn áhuga

Fundur á Kaffi Rauðku
Fundur á Kaffi Rauðku

Margir erlendir ferðaþjónustuaðilar hafa lagt leið sína til Sigló í vetur þar sem þeir kíkja gjarnan í heimsókn á tvo staði, í Síldarminjasafnið og til Rauðku.

Þessi hópur sem kom frá Bretlandi gegnum Markaðsstofu Norðurlands sat undir kynningu frá Finni og Siggu hjá Rauðku þar sem þau kynntu fyrir þeim allt það sem um er að vera á Siglufirði í ferðatengdri þjónustu. Þá kynntu þau einnig fyrirtækið Rauðku og framtíðaráform þess. Eftir að hafa kynnst starfssemi Rauðku og snætt á gómsætum hádegisverð fór hópurinn yfir á Síldarminjasafnið þar sem Aníta tók við þeim og kynnti safnið og starfssemi þess.

Að sögn Finns er það að verða æ algengara að taka við erlendum ferðaþjónustuaðilum sem koma til að kynna sér staðhætti. Þetta er vísir af því sem koma skal og gefur okkur til kynna hvað mun gerast á næstu tveimur til þremur árum segir Finnur. Það er augljóslega mikill áhugi erlendra ferðamanna á Siglufirði og þá miklu sögu og uppbyggingu sem hér á sér stað en þetta er líklega tíundi hópurinn sem hingað kemur þennan veturinn. Rauðka og Síldarminjasafnið hafa gert samning við einn þeirra sem mun koma með um 1.000 erlenda ferðamenn næsta sumar.

Erlendir ferðaþjónustuaðilar í Rauðku


Athugasemdir

28.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst