Viðtal við Helga Svavar.

Viðtal við Helga Svavar. Einn þeirra sem lét fara vel um sig í Tequilastól fyrir framan Hannes Boy í blíðunni í dag, var Siglfirðingurinn

Fréttir

Viðtal við Helga Svavar.

Helgi Svavar Helgason og dætur
Helgi Svavar Helgason og dætur

Einn þeirra sem lét fara vel um sig í Tequilastól fyrir framan Hannes Boy í blíðunni í dag, var Siglfirðingurinn og trommuleikarinn Helgi Svavar Helgason. Hann kvaðst hafa séð fram á nokkra rólega daga fram eftir vikunni og þeim væri auðvitað best varið á heimaslóðum.

Helgi sem hefur verið ötull við að stuðla að tónleikahaldi á Siglufirði síðustu árin ásamt hinum ýmsu meðspilurum sínum á hverjum tíma, ætlar að mæta til leiks á Kaffi Rauðku með félögum sínum í Baggalút föstudagskvöld og Hjálmum laugardagskvöld kl. 23.00.


Þar sem sömu tónlistarmennirnir eru að hluta til aðstandendur beggja þessara vinsælu sveita, var auðvitað hagkvæmt að spila þar saman og efna til allherjar tónlistarhelgarveislu að sögn Helga. Á laugardeginum er svo von á leynigesti, en af skiljanlegum ástæðum vildi hann ekkert fara nánar út í þá umræðu. Þá munu nokkrir blásarar einnig bætast í hóp þeirra Hjálma, þannig að það verður stærri útgáfan hljómsveitarinnar ef þannig mætti að orði komst, sem mun þá mæta til leiks.

 

Helgi sagði Rauðku vera mjög flottan stað til að spila á og af hreinni óskastærð fyrir tónleika. En fram undan væri svo spilamennska á landsbyggðinni, t.d. Akureyri, Húsavík og á Borgarfirði eystri. Seinni partinn í sumar og fram á haustið færu Hjálmarnir síðan í Evróputúr og þó sérstaklega um Skandínavíu.

Forsala aðgöngumiða á tónleika Hjálma og Baggalúts er nú í fullum gangi í Kaffi Rauðku.




Helgi Svavar Helgason, Áslaug Svava, og Ólafía Helgadætur.

Texti: Leó Ólafsson.
Myndir: GJS.


Athugasemdir

15.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst