Hrímnir Hár og Skeggstofa

Hrímnir Hár og Skeggstofa Eftir langa bið opnaði Hrímnir Hár og Skeggstofa loks föstudaginn 17.maí og það var ekki annað hægt en að kikka í smá snyrtingu

Fréttir

Hrímnir Hár og Skeggstofa

Hrólfur við klipparastólinn
Hrólfur við klipparastólinn

Eftir langa bið opnaði Hrímnir Hár og Skeggstofa loks föstudaginn 17.maí og það var ekki annað hægt en að kikka í smá snyrtingu hjá hárdúllaranum og fréttamanninum Hrólfi og taka hann sjálfan að spjalli.

Mig langaði að hafa nafnið með einhverja tengingu við gömlu húsin sem voru hérna áður fyrr og Hrímnir stóð upp úr, segir Hrólfur. Óvenjulegt nafn á stofu kannski en mér fannst það einhvern veginn óvenjulega flottast. Eins vildi ég hafa þetta eins gamaldags og kostur væri.

Gula flaskan er portúgali sem margir kannast örugglega við úr fyrri tíð en ég er síðan með ítalska raksturslínu bæði krem og sápu og spíra sem ég á eftir að reyna á einhverjum fórnarlömbum og einnig til sölu. Á stofuna er Hrólfur síðan að safna gömlum munum tengdum rakarastofum og þeirri iðngrein. Ef einhver þarf nauðsynlega að losa sig við svoleiðis dót sem þvælist fyrir má endilega hafa samband, alveg frá rakarastólum niður í mini-rakvélar og líka myndum segir Hrólfur þegar hann klippir síðasta stráið af hausnum á mér og lýkur þar með viðtalinu……….og klippingunni. Hann var meira að segja kominn í gamla skyrtu af pabba sínum (held ég) næst þegar ég leit inn til hans svo líklega tekur hann við ýmsu.

Þetta var ánægjuleg ferð á gamaldags rakarastofuna Hrímni Hár og Skeggstofu enda Hrólfur þekktur fyrir að hressa og skemmtilega framkomu…..og umfram allt að vera ágætis klippari, allavega gekk ég sáttur út og konan eflaust enn sáttari þegar hún sá að lubbinn var fokinn.

Hrímnir hár og skeggstofa Hrímnir hár og skeggstofa

Uppáhaldskúnninn minn

Hrímnir hár og skeggstofa

Hrímnir hár og skeggstofa Hrímnir hár og skeggstofa

Allskonar svona gamalt dót

Hrímnir hár og skeggstofa

Hrólfur ætlar ekki að brenna sig á nammiskorti eins og Gulli

Hrímnir hár og skeggstofa Hrímnir hár og skeggstofa

Hrímnir hár og skeggstofa

Hrímnir hár og skeggstofa

Hrímnir hár og skeggstofa

Hrímnir hár og skeggstofa

Hrímnir hár og skeggstofa

Hrímnir hár og skeggstofa

Hrímnir hár og skeggstofa Hrímnir hár og skeggstofa

Örugglega gamall dósaupptakari eða eitthvað. Kannski betra að Hrólfur útskíri það betur sjálfur.

 

Texti: Finnur Yngvi

Myndir fengnar hjá matar- og nammiáhugamanninum Hrólfi Baldurssyni.

 



Athugasemdir

28.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst