Kaffi Rauðka vekur áhuga meðal tónlistamanna

Kaffi Rauðka vekur áhuga meðal tónlistamanna Salurinn í Kaffi Rauðku hefur vakið áhuga tónlistamanna, en eftir vel lukkaða tónleika með Baggalút og

Fréttir

Kaffi Rauðka vekur áhuga meðal tónlistamanna

Hjálmar í Kaffi Rauðku. Ljósmyndari; Sveinn Hjartarson
Hjálmar í Kaffi Rauðku. Ljósmyndari; Sveinn Hjartarson
Salurinn í Kaffi Rauðku hefur vakið áhuga tónlistamanna, en eftir vel lukkaða tónleika með Baggalút og Hjálmum hafa nokkrar flottar bókanir átt sér stað. Næsta uppákoma verður með Valdimar á morgun, miðvikudaginn 20. Júlí, og er mikil tilhlökkun enda stórt og flott band þar á ferð.

Það var gaman að sjá hvernig þetta þróaðist sagði Finnur, viðburðarskipuleggjandi hjá Rauðku. Við settum okkur í samband við Hauk á Græna hattinum sem var allur að vilja gerður að hjálpa okkur að taka fyrstu skrefin, Kiddi í Hjálmum og Baggalút aðstoðaði okkur síðan við að kaupa glæsilegt tónleikakerfi/backline. Í dag erum við því tilbúin til að taka á móti stórum og flottum böndum án nokkurrar fyrirhafnar fyrir tónlistamennina sjálfa. Við getum boðið uppá innitónleika og síðan stórt og lítið útisvið svo breiddin er mikil og skemmtileg.

Valdimar spilar á miðvikudaginn og Lame Dudes á föstudag, Hjálmar koma um verslunarmannahelgina, Gylfi, Rúnar og Megas hafa bókað sig í ágúst, KK og Maggi Eiríks í september og svo eru hugmyndir uppi um að hafa flotta jólatónleika þegar líða fer að jólum, Baggalútur kannski. „Það er allt að gerast á Sigló“.




Athugasemdir

15.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst