Öflugur stuðningur fyrirtækja

Öflugur stuðningur fyrirtækja Í gær var skrifað undir samstarfssmaning um stuðning við frumkvöðlaverkefni í gegnum verkefnið RÆSING í Fjallabyggð. Er það

Fréttir

Öflugur stuðningur fyrirtækja

Frá undirritun samnings. Mynd www.fjallabyggd.is
Frá undirritun samnings. Mynd www.fjallabyggd.is

Í gær var skrifað undir samstarfssmaning um stuðning við frumkvöðlaverkefni í gegnum verkefnið RÆSING í Fjallabyggð. Er það liður í að virkja mannauðinn í samfélaginu og stuðla að frumkvöðlaverkefnum. Ásamt Nýsköpunarmiðstöð og Fjallabyggð eru sjö fyrirtæki sem leggja verkefninu lið með fjárframlagi. Kemur þetta fram á vef Fjallabyggðar. 

Í hádeginu var skrifað undir samstarfssamning Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Fjallabyggðar og sjö fyrirtækja sem styrkja verkefnið Ræsing í Fjallabyggð. Það eru fyrirtækin Olís, Samkaup Úrval, Sigló-Hótel, Vélfag ehf., Sparisjóður Siglufjarðar, Rammi hf og Arion banki sem veita þessu verkefni styrk og nemur styrkupphæð þeirra samtals 1.000.000 kr. 
Fjallabyggð og Nýsköpunarmiðstöð setja svo sitthvora milljónina í verkefnið.

Upplýsingar um verkefnið RÆSING í Fjallabyggð má lesahér á heimsíðu Fjallabyggðar og nánar á heimasíðuNýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Eftirtaldir aðilar skrifuðu undir samstarfssamninginn:
Fyrir hönd Fjallabyggðar: Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri
Fyrir hönd Nýsköpunarmiðstöðvar: Guðmundur Óli Hilmisson, verkefnastjóri
Fyrir hönd Vélfags: Auðunn Guðnason
Fyrir hönd SPS: Ólafur Jónsson
Fyrir hönd Arion banka: Helgi Jóhannsson
Fyrir hönd Samkaup-úrval: Þorsteinn Þorvaldsson
Fyrir hönd Sigló-Hótel: Sigríður María Róbertsdóttir
Fyrir hönd Olís: Jón Andrjes Hinriksson
Fyrir hönd Ramma ehf: Ólafur Marteinsson

Heimild:www.fjallabyggd.is


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst