Vorhret

Vorhret Ekki hefur það vorhret sem gengið hefur yfir norður og austurland nú síðustu daga,

Fréttir

Vorhret

Klakabrynjuð og hulin snjó
Klakabrynjuð og hulin snjó
Ekki hefur það vorhret sem gengið hefur yfir norður og austurland nú síðustu daga,
farið framhjá neinum.
Við hér fyrir norðan höfum ef marka má fjölmiðlana af ástandi annarstaðar, sloppið nokkuð vel hvað snjókomuna varðar. 

Blessaðir fuglarnir, margir hverjir hafa samt ekki haft það notalegt hér á Siglufirð frekar en annarsstaðar þar sem kuldakastið hefur á dunið.

Álftin okkar virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta hret og situr sem fastast á sínu hreiðri á meðan karlinn hennar nærir sig og lætur hvassan vind ekki hafa áhrif á sig.

Æðarfuglinn situr sem fastast á hreiðrum sínum og lætur ekki klakabrynju angra sig um of. Sumir fuglar þeir sem hafa hafið varp hafa yfirgefið hreiður sín, vonandi ekki margir.

Aðrir farfuglar hafa leitað skjóls í runnum og kjarri og víðar.
Áberandi var hve margir farfuglarnir höfðu fært sig norður á Ströndina þar sem snjórinn var áberandi minni og frostlaust á sama tíma og frost var inni í firði, þar voru meðal annarra fugla, spóar, hrossagaukar, jaðrakar, snjótittlingar, tjaldar og einhverjir fleiri sem ljósmyndarinn bar ekki kennsl á.
En þar var einnig, að því er virtist hrossagaukur á hreiðri  

Talsverður gróður er kominn upp á milli sinutoppana úti á Strönd við Siglufjörð, þar á meðal ýmis þéttur laufblaðagróður sem smærri fuglarnir nota óspart til skjóls. 

Smá myndasyrpa er hér í pdf formi, skelltu HÉRNA, það  tekur smá stund að hlaða  
Notið örvartakkana til að færa yfir á næstu mynd
Lítil klippa frá 22. maí 2011: Kolla á kafi í snjó, rétt hausinn upp úr

Athugasemdir

15.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst