Fimm verðlaun til Siglfirðinga

Fimm verðlaun til Siglfirðinga Um helgina fór Stórmót ÍR fram í 16. sinn í frjálsíþróttahöllinni. Mótið stendur undir nafni því það er fjölmennasta

Fréttir

Fimm verðlaun til Siglfirðinga

Björgvin Daði Sigurbergsson
Björgvin Daði Sigurbergsson
Um helgina fór Stórmót ÍR fram í 16. sinn í frjálsíþróttahöllinni. Mótið stendur undir nafni því það er fjölmennasta innanhúsmót í frjálsum íþróttum sem fer fram á landinu ár hvert.


Að þessu sinni mættu til leiks um 700 keppendur frá 23 félögum víða af að landinu sem og rúmlega 40 keppendur frá Færeyjum. Líkt og undanfarin ár sendi Umf Glói nokkra keppendur á mótið, voru þeir 8 að þessu sinni.

Siglfirðingarnir stóðu sig vel, unnu til 5 verðlauna, flestir bættu afrek sín og 5 siglfirsk aldursflokkamet féllu. Einn drengur skaraði þó fram úr, það var Björgvin Daði Sigurbergsson sem var í miklu stuði og vann til fernra verðlauna í flokki 13 ára pilta í keppni við 30-40 jafnaldra sína.

Hann keppti í sjö greinum og var hvergi neðar en í 8. sæti. Hann vann til silfurverðlauna í 600 metra hlaupi og brons fékk hann í 60 metra grindahlaupi, 60 metra spretthlaupi og 200 metra hlaupi og setti siglfirsk aldursflokkamet í öllum þessum greinum.  Fimmtu verðlaunin komu í hlut Guðbrandar Elí Skarphéðinssonar en hann fékk bronsverðlaun í kúluvarpi 12 ára stráka.

Aðrir keppendur stóðu sig með prýði og skemmtu sér vel. Fimmta aldursflokkametið setti Patrekur Þórarinsson í hástökki í flokki 15 ára drengja.



Rómeo Björnsson og Patrekur Þórarinsson



Elín Helga, Jóel, Guðmundur og Guðbrandur Elí.



Björgvin Daði á verðlaunapalli lengst til hægri.



Guðbrandur Elí á verðlaunapalli lengst til hægri.

Franzisca Dóra hitar upp


Nánari fréttir má sjá á heimasíðu Glóa  http://umfgloi.123.is/

  






Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst