Formannafundur UÍF

Formannafundur UÍF Fundurinn harmar samþykkt frístundanefndar þann 17. janúar sl. á tillögu að upptöku nýrrar gjaldskrár íþróttamiðstöðva

Fréttir

Formannafundur UÍF

Fundurinn harmar samþykkt frístundanefndar þann 17. janúar sl. á tillögu að upptöku nýrrar gjaldskrár íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar þar sem gert er ráð fyrir gjaldtöku af börnum og samþykki bæjarstjórnar þann 9. febrúar sl.

Að mati fundarins skiptir þar ekki máli að gjaldskrá fyrir börn skyldi taka gildi samliða gildistöku frístundakorta í sveitarfélaginu. Að mati fundarins er ekki hægt að leggja að jöfnu iðkunn barna á íþróttum eða öðrum tómstundum undir leiðsögn þjálfara eða kennara og frjálrar mætingar í sund.

Frístundakort bæjarins nýtast vel til hins fyrrnenda enda er tilgagnurinn með þeim að auðvelda aðgengi allra barna að íþrótta- eða tómstundaiðkunn. Sundferðir gegna öðru hlutverki, þær eru til þess fallnar að efla félagsleg tengsl barna á milli, stuðla að hópefli svo og að styrkja tengsl foreldra og barna.

Gjaldtaka í sund er því til þess fallin að vinna gegn því hlutverki. Formannafundur UÍF og stjórn UÍF hvetur því bæjaryfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um gjaldtöku barna í sund.

Texti og mynd: Aðsent


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst