Íslandsmeistarar í 5.deild

Íslandsmeistarar í 5.deild Í vetur spilaði blakklúbburinn Súlur undir merkjum U.M.F.Glóa í 5.deildinni á Íslandsmótinu í blaki.

Fréttir

Íslandsmeistarar í 5.deild

Súlur Íslandsmeistarar í 5. deild
Súlur Íslandsmeistarar í 5. deild

Í vetur spilaði blakklúbburinn Súlur undir merkjum U.M.F.Glóa í 5.deildinni á Íslandsmótinu í blaki. Nokkur ár eru síðan Súlumeyjar tóku síðast þátt á Íslandsmótinu en þá voru þær í 2.deild.

7 lið tóku þátt í 5.deildinni og voru spilaðar þrjár túneringar þar sem allir spiluðu við alla í hverri túneringu. Liðið endaði lang efst í deildinni með 48 stig í 18 leikjum, þar sem liðið vann 33 hrinur en tapaði einungis 5.

Liðið mun þar af leiðandi spila í 4.deildinni að ári. Hjá stúlkunum hefur það komið til tals að senda jafnvel tvö lið til leiks á Íslandsmótinu næsta vetur og það er aldrei að vita hvað drengirnir í Hyrnunni gera.

Í vetur hefur fjöldi blakara aukist gríðarlega og eru um 100 einstaklingar að stunda blak, þar af um 30 Súlurmeyjar, 20 Hyrnumenn, 17 Skriðustúlkur og 35 í krakkablaki (1.-9.bekk). Allir þessir einstaklingar eru skráðir iðkendur í blaki hjá U.M.F.Glóa.


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst