Öldungarmót 2012 í blaki verður haldið á Tröllaskaga

Öldungarmót 2012 í blaki verður haldið á Tröllaskaga Blakklúbbarnir á Tröllaskaga hafa verið valdir til að halda 37. Öldungamótið í blaki dagana

Fréttir

Öldungarmót 2012 í blaki verður haldið á Tröllaskaga


Blakklúbbarnir á Tröllaskaga hafa verið valdir til að halda 37. Öldungamótið í blaki dagana 28.-30.apríl 2012. Mikil gróska er í blakinu á Tröllaskagasvæðinu og til marks um það þá voru 8 lið frá félögunum skráð á Öldungamótið í Eyjum.

Það að fá mótið á svæðið verður án efa mikil lyftistöng fyrir klúbbana en með tilkomu Héðinsfjarðarganganna er þetta mögulegt enda verður keppt á Siglufirði, Dalvík og Ólafsfirði. Blakíþróttin á djúpar og sterkar rætur á Tröllaskaga og hefur verið ómissandi hluti af íþróttalífinu á Siglufirði í um 40 ár og á Dalvík í um 25 ár. Blakklúbburinn Hyrnan á Siglufirði er meðal annars 40 ára á þessu ári. Öldungur mótsins er Óskar Þórðarson.


Athugasemdir

03.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst