Skíðasvæði Fjallabyggðar

Skíðasvæði Fjallabyggðar Siglfirsku alparnir Siglfirsku alparnir eru að verða eitt aðal aðdráttaraflið yfir veturinn fyrir ferðafólki og lætur nærri

Fréttir

Skíðasvæði Fjallabyggðar

Sigfirsku alparnir
Sigfirsku alparnir

Siglfirsku alparnir

Siglfirsku alparnir eru að verða eitt aðal aðdráttaraflið yfir veturinn fyrir ferðafólki og lætur nærri að 40% af gestum komi af Eyjafjarðarsvæðinu, þökk sé Héðinsfjarðargöngum  og er stöðug aukning ár frá ári af gestum frá suðvestur horninu.

 

 

Það skiptir miklu máli að Bláfjöll séu keyrð af krafti þar er útúngunarstöð skíðamanna sem streyma síðan út á land í framtíðinni og er skíðasvæðið í Fjallabyggð mjög góður kostur enda með  mjög fjölbreytt skíðasvæði og er í Fjallabyggð margir góðir veitingastaðir og nægt gistirými sem getur hýst allt að 400 manns.

Meðal opnun á skíðasvæðinu síðastliðinn 3 ár eru um 110 dagar enda er svæðið opið að öllu jöfnu frá byrjun nóvember eða desember til mánaðamóta apríl –maí, gestir eru  að meðaltali á sama tíma um 11. Þúsund og þegar þetta er skrifað eru gestir að smella í 10. Þúsund og en eru eftir  stórir dagar eins og páskar, markvist hefur verið unnið að markaðsátaki með svæðið og er það greinilega að skila sér í auknum umsvifum í Fjallabyggð.

Skíðafjör í siglfirsku ölpunum, við tökum vel á móti þér.

Egill Rögnvaldsson


Athugasemdir

03.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst