Stangaveiðitímabilið nálgast

Stangaveiðitímabilið nálgast Oft eiga forfallnir stangaveiðimenn erfitt um þetta leiti árs og biðin eftir fyrsta veiðitúr ársins getur verið erfið en þann

Fréttir

Stangaveiðitímabilið nálgast

Sigurður og Vigri hnýta Peacock
Sigurður og Vigri hnýta Peacock

Oft eiga forfallnir stangaveiðimenn erfitt um þetta leiti árs og biðin eftir fyrsta veiðitúr ársins getur verið erfið en þann 1. apríl er opnað fyrir veiði á sumum veiðisvæðum. Nokkrir veiðifíklar nýttu sér fluguhnýtingarnámsskeið um síðustu helgi til að ná smá veiðihrolli úr sér. Það var Sigurður Pálsson veiðimaður og fluguhnýtingarmeistari sem leiðbeindi sex áhugasömum nemendum í listinni að hnýta veiðiflugur.

 Fyrst var byrjað á undirstöðuatriðunum og hnýttar púpur svo straumflugur og svo endað á laxaflugum. Allir áttu nemarnir það sameiginlegt að dreyma um að veiða þann stóra og það á flugu sem þeir hnýttu sjálfir.

Eiður nettur á skærunum.


Skarphéðinn nokkuð stoltur af sinni flugu.


Róbert telur víst að hann rjúfi 20,1 punda múrinn í sumar.


Sjarmatröllinu og vélstjóranum Hjalta er margt til lista lagt


Meistaraverk í smíðum.



Athugasemdir

03.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst