Jæja þá er Mikki Gústa að verða níræður

Jæja þá er Mikki Gústa að verða níræður Þann 4.september ætlum við af því tilefni að taka á móti ættingjum og vinum sem vilja kasta kveðju á þann gamla, -

Fréttir

Jæja þá er Mikki Gústa að verða níræður

Mikki Gústa. Ljósmyndasafn Siglufjarðar
Mikki Gústa. Ljósmyndasafn Siglufjarðar
Þann 4.september ætlum við af því tilefni að taka á móti ættingjum og vinum sem vilja kasta kveðju á þann gamla, - um fjögur leitið á Hverfisgötu 19 - sem er heimili Regínu Erlu dóttur hans.

Það þarf varla að kynna þennan mann sem er Siglfirðingur í húð og hár og er flestum Siglfirðingum kunnugur, honum þætti örugglega gaman að sjá sem flesta og rifja upp gömul og góð kynni.
 
Mikael Þórarinsson fæddist á Siglufirði 4. September 1920.  Foreldrar hans voru þau Þórarinn Ágúst Stefánsson smiður, fæddur að Ámá í Héðinsfirði, og Sigríður Jónsdóttir húsmóðir, fædd að Staðarhóli í Siglufirði. Mikael kemur úr tíu systkina hóp: Jón Friðrik Marinó, f. 1905, d. 1979, Erlendur Guðlaugur, f. 1907, d. 1910, Sigríður, f. 1909, d. 1910, Stefán Valgarð, f. 1914, d. 1985, Sigurgeir, f. 1917, d. 1994, Erlendur Guðlaugur f.1911, d. 1999, Júlíus, f. 1923, Hólmsteinn, f. 1926, og Einar, f. 1929.
 
 
Pabbi, afi og langa afi - Hjartanlegar hamingjuóskir með 90 árin
 
Ástarkveðjur frá fjölskyldunni :)

Athugasemdir

05.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst