Athugasemd við tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar

Athugasemd við tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar Samkvæmt fyrir liggjandi aðalskipulagstillögu að Fjallabyggð er fyrirhugað að breyta

Fréttir

Athugasemd við tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar

Guðmundur Albertsson
Guðmundur Albertsson

Samkvæmt fyrir liggjandi aðalskipulagstillögu að Fjallabyggð er fyrirhugað að breyta íþróttasvæði við Eyrargötu á Siglufirði í “miðsvæði”.

Samkvæmt því er engin íþróttaaðstaða lengur í þéttbýlinu en vísað á íþóttavöll að Hóli. Hóll er í talsverðri fjarlægð frá þéttbýlinu, sérstaklega hverfunum nyrst í bænum svo segja má að á Hóli sé íþóttaðstaða fyrir þá sem geta notað ökutæki . Íþróttsvæði við Eyrargötu liggur í miðjum bænum, rétt við skólbyggingar og ekki langt frá sundlaug.  Það er ákaflega sérstakt og mikil gæði að slíkt svæði – og að þessari stærð - sé enn óbyggt í miðjum bænum.  Stærðin gerir það mögulegt að koma hér upp fjölbreyttri íþróttaðastöðu, hér væri t.d. upplagt að koma fyrir gerfigrasvelli, púttvelli fyrir eldri íbúa bæjarinns, aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir ofl.

Ef þétta á byggð eins og deiliskipulag leggur til, er rétt að “þétta byggðina” en ekki byggja á eina blettinum sem er opinn. Það hefur ekkert með þéttingu byggðar að gera að byggja á iþróttavöllum. Víða í bænum og ekki síst á Eyrinni eru auðar lóðir og ónýtar byggingar þar sem auka mætti byggignarmagn. Það er þétting byggðar. Þetta ætti að sjálfsögðu að gera áður en tekin er íþróttaaðstaða íbúa Siglufjarðar undir íbúðabyggð.

Samkvæmt teikningum af  þeim húsum sem Stefán Enarsson og Reisum ehf  vill byggja á íþróttavellinum eru þau ekki í neinu samræmi við nærliggjandi íbúðabyggð.
Gegnt malarvellinum, hinum megin Eyrargötu, er hverfisvernd á byggðinni á Eyrinni og  rætt um “mynda heildstætt hverfi húsa” og er það vel.  Vegna þessa ætti að vera sérstaklega mikilvægt að vel takist til um allar nýjar bygginar á þessu svæði og mikill metnaður lagður í að vel takist til. Það þarf kjark til að byggja ný hús sem eru í sama anda og þau hús sem fyrir eru. Annað er kjark- og metnaðarleysi.  Bæjaryfirvöld þurfa að sýna þann kjark og einurð að setja háar köfur og standa við þær.  Þær tillögur sem nú liggja fyrir vitna ekki um þetta. Það er langur vegur frá því.
 ( http://www.sksiglo.is/static/news/husin.jpg )


Undirritaður mótmælir því harðlega að íþróttavöllurinn verði tekin undir byggð og legg til að Fjallabyggð sjái sóma sinn í að gera þarna fyrirmyndar íþróttaaðstöðu, sparkvöll, púttvöll og jafnvel minigolf. 


Með vinsemd og virðingu

Guðmundur Albertsson
Grettisgötu 34, Reykjavík
131051-2719


Athugasemdir

02.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst