Dćmigert íslenskt tillitsleysi

Dćmigert íslenskt tillitsleysi Sú umgjörđ sem tekist hefur ađ skapa um smábátahöfnina á Siglufirđi er einstök. Ţannig er ţađ hrein upplifun ađ sitja undir

Fréttir

Dćmigert íslenskt tillitsleysi

Sú umgjörð sem tekist hefur að skapa um smábátahöfnina á Siglufirði er einstök. Þannig er það hrein upplifun að sitja undir húsvegg veitingastaðanna, njóta góðra veitinga í sól og sumaryl og horfa á fjallahringinn og bátana. Iðandi hafnarlíf og menn jafnvel léttklæddir að leika strandblak. Já það er mikil breyting orðin á frá því að ég og Gunnar Friðriksson heitinn, ekki fermdir, vorum að henda vænum þorskum upp á bryggjuna úr trillu sem við áttum og keyra á hjólbörum til Matta fisksala. Og við hliðina var Gústi guðsmaður að landa úr sinni trillu.

Það er með ólíkindum þegar maður verður vitni að því að bílum sé lagt beint fyrir framan gesti sem þarna eru. Þetta á einnig við þegar aðeins er setið innan dyra. Þannig hef ég lent í því að sitja ásamt konunni við glugga á Hannesi Boy í fallegu haustveðri þegar bíl var ekið alveg að glugganum og fólk kom inn að borða. Slíkt tillitsleysi kemur manni hreint út sagt í vont skap.

Meðfylgjandi mynd er nokkuð dæmigerð fyrir það sem málið gengur út á. Það að þessi mynd varð fyrir valinu á sér þá skýringu að það virðist vani ökumanns þessa bíls að leggja þarna í hádeginu. Þegar myndin var tekin sátu útlendingar við hlið mér og reyndu að fanga umhverfið án þess að bíllinn sæist. Það var hins vegar erfitt eins og sjá má. Það á ekki að þurfa ljótt bannskilti til að breyta þessu. Smá tillitssemi ætti að nægja. Það virðist hins vegar stundum vera djúpt á henni hjá mörgum Íslendingum.

Valtýr Sigurðsson

Athugasemdir

08.desember 2022

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst