Hugleiðingar um möppudýrin, EBS ofl.

Hugleiðingar um möppudýrin, EBS ofl. EBS, icesave ruglið og annað því tengt hefur verið í umræðunni undanfana mánuði,

Fréttir

Hugleiðingar um möppudýrin, EBS ofl.

Steingrímur Kristinsson, ekki kommi
Steingrímur Kristinsson, ekki kommi
EBS, icesave ruglið og annað því tengt hefur verið í umræðunni undanfana mánuði, í fjölmiðlum og  manna á milli, þar hefur svo blandast inn í umræðuna  ma. „samviska“  Jóhönnu og co og fleira sem tengist núverandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar og minnihlutans í heild.

Vart verður hent reiður á af hálfu venjulegra borgara þessa lands hvað er rétt og hvað er rangt í þessari umræðu, og hvað ætti að gera og hvað ekki.

Þarna á ég við pólitísk hrossakaup, allskonar raup, valdagræðgi þar sem öllu er fórnað, þar á meðal samviskunni sem sumir virðast hafa fórnað fyrir aðeins mýkri stóla.

Raunar virðist þetta allt saman einnig vefjast fyrir hámenntuðu fólki, það er lögfræðingum, hagfræðingum og öðrum  spekingum, menntuðum sem „ómenntuðum,“ og við hin vitum ekkert, þingmenn vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, og Jóhanna virðist ekki hafa lesið þennan icesave samning, (enda ekki enn verið þýddur á íslensku ?) heldur látið eitthvert möppudýrið lesa hann fyrir sig, sem  fer svo eftir því sem henni er sagt ?

Svo er það gegnsæið sem vantaði hjá ríkisstjórn Geirs Harde og, ég man ekki hvað hún heitir, sem og allir vinstri flokkarnir rauðgrænu innan flokkanna öskruðu hátt um að væri skömm og svívirða, raunar var nokkuð til í því.

En hvar er svo þetta gagnsæi sem átti að sjást þegar kommarnir kæmust til valda, gegnsæi sem hefur verið svo gegnsætt að alþingismenn hafa ekki séð mikið af því sem átti að vera uppi fyrir allra augum,  fyrr en það  var birt í fjölmiðlum, ekki einu sinni, heldur oftar.

Ég er ekki sáttur við að börnum mínum og barnabörnum sé gert skylt að greiða óreiðuna sem útrásarvíkingarnir, stjórnvöld hér heima og erlendis klúðruðu og eru í raun að klúðra enn meira daglega með hverjum degi óráðsíu sinnar.

Ég get í fljótu bragði ekki séð muninn á fjármálastofnun í einkaeigu og öðrum fyrirtækjum í einkaeigu, ef þau síðarnefndu fara á hausinn, þá fara þau  bókstaflega á hausinn og lánardrottnarnir geta étið það sem úti frýs. Það hefur verið venjan hingað til, og almenningur ekki þurft  að borga óreiðuna. 

Hvar er öll gæslan sem kommarnir vildu sérstaklega fylgjast með og koma í veg fyrir? Það er kennitöluflakkið sem var svo réttilega fordæmt.

Nú er það komið í tísku hjá ríkisstofnunum að breyta kennitölum fyrirtækja, það er að hirða það arðvænlegasta frá fyrirtækjum (það sem svikfyrirtækin áður stunduðu) sem ekki gátu staðið í skilum og láta hluthafana hafa það sem „úti frýs,“ með því þægilegasta að breyta um kenntölu sem áður var komin á "bannlista"

Möppudýr breta og hollendinga krefjast nauðasamninga við Íslensku þjóðina og hin möppudýrin hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum stilla okkur upp við vegg, svo og möppudýr hinna Evrópuþjóðanna, nema Færeyingar,  samþykka með þögninni, og brugga baka til.

Svo eru til pólitíkusar á Íslandi, þessir sem hafa orð eins og „verið er að skoða“ í annarri hvorri setningu sem frá þeim fer, þessir  sem vilja ganga í eina sæng með ofarnefndum hryðjuverkamönnum, það er ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og með lagabrjótinn og kjötkrókinn  Brown í broddi fylkingar.
Þessa sömu menn sem vilja hneppa þjóð okkar í ánauð.

Ég segi NEI við icesave samningnum, NEI við ESB.

Ef þeir ætla að útiloka okkur frá hinu alþjóðlega samfélagi eins og þeir hafa hótað, þá það, þessi möppudýr verða ekki í brúnni til eilífðar.

Við munum lifa það tímabil af sem sjálfstæð þjóð, en ekki í ánauð. 

Auk þess eru til önnur lönd sem betur fer, sem munu ekki fara að öllu leiti eftir þeim hryðjuverkalögum, jafnvel lönd sem EBS gætu ekki hugsað sér að við ættum góð viðskipti við.

þessir svokölluðu vinir okkar hafa hótað okkur að nýju ef  icesave samningarnir verði ekki samþykktir, hirðið allt helvítis draslið sem icesave og tilheyrandi áttu þarna út og látið það nægja ykkur, eins og aðrir sem hafa átt hlut eða kröfur í þrotabú.

Og svo smáskot á Fjármálaeftirlitið sem virðist vera að vakna, en þó tekið sér smá pásu til "laxveiða", það er þeir taka frí frá stóru málunum og reyna að festa krók í Gunnar bæjarstjóra.

Farið að vinna jafn opið fyrir fjölmiðlum og þið hafið gasprað um bæjarstjóragreyið, sem fáum Siglfirðingum, ma. mér, er sérlega vel við eftir hamagang hans, er hann var að reyna að koma í veg fyrir Héðinsfjarðargöngin forðum

Steingrímur Kristinsson


Athugasemdir

17.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst