Lykt fortíðar

Lykt fortíðar Það var fallegur sólardagur seinnipartinn í ágúst. Fljótin skörtuðu sínu fegursta, heiður himinn, smá vindur en hiti í lofti. Aðeins nokkrir

Fréttir

Lykt fortíðar

Gleðigjafinn
Gleðigjafinn
Það var fallegur sólardagur seinnipartinn í ágúst. Fljótin skörtuðu sínu fegursta, heiður himinn, smá vindur en hiti í lofti. Aðeins nokkrir kílómetrar heim til Siglufjarðar.  Í einni brekkunni keyrði ég uppi flutningabíl með gamalli yfirbyggingu.
Þega ég nálgaðist bílinn sá ég að það lak vökvi úr farminum niður á götuna. Fljótlega gaus upp gamalkunn lykt sem að ég kannaðist við frá æskuárunum. Lykt af rotnandi sjávarfangi. Lykt sem að ég hélt að heyrði sögunni til.
Erfitt var að komast framúr flutningabílnum þar sem hann fór sér hægt upp brekkuna. Óbrotin lína og mjór vegur komu einnig í veg fyrir framúrtöku.  Á eftir mér var lítill bílaleigubíll með fjórum erlendum ferðamönnum. Þegar upp var komið á brekkubrúnina var fyrsta tækifæri nýtt til að losna undan þessar óværu. 
Síðar um daginn rakst ég ferðalangana á þvottaplaninu niður við Olís að þrífa bíl sinn. Mér var efst í huga en taldi ekki viðeigandi að spyrja þá “How do you like Fjallabyggð”

Róbert Guðfinnsson



Athugasemdir

29.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst